Kartöflugratín með aspas!
June 28, 2024
Kartöflugratín með aspas!Dásamlega gott kartöflugratin með rauðlauk, grænum ferskum aspasbitum, rjóma og mosarellaosti, toppað með salt og pipar, einfalt og sérstaklega ljúffengt. Lítið mál að bæta saman við fleirra hráefni eins og beikoni eða öðru sem hugurinn langar í.
6-7 kartöflur miðlungs stórar
Rauðlaukur, skorinn í sneiðar og notið af honum það sem ykkur finnst passa
4 aspas stönglar, skornir niður í bita
1 peli af rjóma
Salt og pipar úr kvörn
Skrælið kartöflurnar og skerið niður í þunnar sneiðar
Skerið laukinn niður og aspasinn.
Raðið kartöflunum í botninn, svo lauk, saltið og piprið, aftur kartöflur, laukur, salt og pipar, ca 3-4 sinnum eða eftir því sem kartöflurnar duga.
Endið á lauk og aspasbitunum, hellið rjómanum yfir.
Stráið svo mosarella osti yfir og setjið inn í ofn í ca 25-30 mínútur eða þar til osturinn er orðinn bakaður og kartöflurnar eru tilbúnar.
Berið fram með fisk, kjöti, kjúkling eða með grillinu.
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.