Ofnbakaður plokkfiskur

February 12, 2020

Ofnbakaður plokkfiskur

Ofnbakaður plokkfiskur
Alltaf jafn gott að fá plokkara með nýbökuðu rúgbrauði og smjöri, þessi uppskrift er svona með smá tvissti.

500 gr soðinn fiskur
500 gr soðnar kartöflur
100 gr smáttskorinn laukur
100 gr smjör
100 gr hveiti
5 dl mjólk
salt og pipar

Hitið laukinn í smjörinu þar til hann er orðinn glær, stráið hveitinu yfir og hrærið vel saman.
Bætið mjólkinni smátt og smátt saman við og látið sjóða.
Verið búin að skera kartöflurnar og fiskinn hæfilega smátt, og setjið út í sósuna og hitið.
Kryddið með salti og pipar.
Setjið í eldfast mót, lagið hollander sósu eða góða mjólkur sósu, setjið sósuna yfir fiskistöppuna og stráið rifnum osti yfir, brúnið í ofni við meiri yfirhita og berið fram með rúgbrauði og smjöri

Uppskrift frá Gulla
Ljósmyndir Ingunn Mjöll

Ef þið eigið svo afgang af plokkfiskinum þá mæli ég með Fiskiklöttunum

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa

Ýsa í sesam og kókosraspi
Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

Halda áfram að lesa

Fiskur í baconsósu
Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í bacon-sósu og bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

Halda áfram að lesa