February 12, 2020
Ofnbakaður plokkfiskur
Alltaf jafn gott að fá plokkara með nýbökuðu rúgbrauði og smjöri, þessi uppskrift er svona með smá tvissti.
500 gr soðinn fiskur
500 gr soðnar kartöflur
100 gr smáttskorinn laukur
100 gr smjör
100 gr hveiti
5 dl mjólk
salt og pipar
Hitið laukinn í smjörinu þar til hann er orðinn glær, stráið hveitinu yfir og hrærið vel saman.
Bætið mjólkinni smátt og smátt saman við og látið sjóða.
Verið búin að skera kartöflurnar og fiskinn hæfilega smátt, og setjið út í sósuna og hitið.
Kryddið með salti og pipar.
Setjið í eldfast mót, lagið hollander sósu eða góða mjólkur sósu, setjið sósuna yfir fiskistöppuna og stráið rifnum osti yfir, brúnið í ofni við meiri yfirhita og berið fram með rúgbrauði og smjöri
Uppskrift frá Gulla
Ljósmyndir Ingunn Mjöll
Ef þið eigið svo afgang af plokkfiskinum þá mæli ég með Fiskiklöttunum
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.
June 11, 2025
Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!
June 06, 2025
Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.