Fiskiklattar

July 22, 2021

Fiskiklattar

Fiskiklattar
Svona klatta fékk ég reglulega þegar ég var barnapía í sveit 14.ára gömul og fannst mér þetta alveg með því besta sem ég fékk enda kannski nýtt fyrir mér og hef ég gert þetta nokkrum sinnum eftir það. Fínasta tilbreyting.

500-600 gr. Ýsa 
Slatti af hveiti 
1-2 egg 
Mjólk eftir þrörfum 
Salt og pipar 

Fiskurinn er soðinn, kældur og brytjaður svo út í blönduna.
Kryddað eftir smekk. Steikt á pönnu í smá stund, sett á með skeið. 

Borið fram með nýjum kartöflum, salati og sósu eftir smekk. 

Mín eigin útgáfa:
Nýtið afganginn af plokkfiskinum ykkar, bætið út í hann 1 eggi og slatta af hveiti og hrærið vel saman. Ath að hveitið er til þess að halda blöndunni saman því annars lekur allt bara út um allt.
Kryddið svo eftir smekk ef ykkur finnst þess þurfa eins og með salt og pipar úr kvörn og svo má bera fram gúrku og tómata og eins líka steikt egg.



Deilið með gleði..

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskibollur í karrísósu
Fiskibollur í karrísósu

April 15, 2024

Fiskibollur í karrísósu
Heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Hérna var ég með lauk með, dásamlega gott kartöflusalt og rúgbrauð með smjöri, himnesk blanda.

Halda áfram að lesa

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

April 03, 2024

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.

Halda áfram að lesa

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro

March 20, 2024

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ég elska að prufa nýja rétti eins og hugsanlega mörg ykkar eruð farin að kannast við og hérna lagði ég upp með að vera með Tikka Masala sósuna frá Toro og myndaði hana með en breytti svo snögglega í Balí sósuna þar sem ég taldi hana eiga betur við í þetta sinn, geri hina bara seinna.

Halda áfram að lesa