Fiskiklattar

July 22, 2021

Fiskiklattar

Fiskiklattar
Svona klatta fékk ég reglulega þegar ég var barnapía í sveit 14.ára gömul og fannst mér þetta alveg með því besta sem ég fékk enda kannski nýtt fyrir mér og hef ég gert þetta nokkrum sinnum eftir það. Fínasta tilbreyting.

500-600 gr. Ýsa 
Slatti af hveiti 
1-2 egg 
Mjólk eftir þrörfum 
Salt og pipar 

Fiskurinn er soðinn, kældur og brytjaður svo út í blönduna.
Kryddað eftir smekk. Steikt á pönnu í smá stund, sett á með skeið. 

Borið fram með nýjum kartöflum, salati og sósu eftir smekk. 

Mín eigin útgáfa:
Nýtið afganginn af plokkfiskinum ykkar, bætið út í hann 1 eggi og slatta af hveiti og hrærið vel saman. Ath að hveitið er til þess að halda blöndunni saman því annars lekur allt bara út um allt.
Kryddið svo eftir smekk ef ykkur finnst þess þurfa eins og með salt og pipar úr kvörn og svo má bera fram gúrku og tómata og eins líka steikt egg.



Deilið með gleði..

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Plokkfiskur a la bearnaise!
Plokkfiskur a la bearnaise!

November 23, 2023

Plokkfiskur a la bearnaise!
Enn aftur tilrauna eldhúsið mitt í gangi og núna bauð ég vinkonu minni í mat í Gratineraðan plokkfisk í bearnaise sósu og við vorum sammála um að þessi yrði gerður aftur, virkilega góð tilbreyting frá þessum hefðbundna og virkilega góður. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Gratineraður fiskur í karrísósu
Gratineraður fiskur í karrísósu

October 30, 2023

Gratineraður fiskur í karrísósu
Ég hef mjög gaman af því að setja saman allsskonar hráefni í matargerð og prufa mig áfram. Sumir réttanna koma hérna inn en bara ef þeir slá í gegn og eru góðir. 
Þessi var virkilega góður og líka upphitaður í tvo daga á eftir.

Halda áfram að lesa

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa