Fiskiklattar

July 22, 2021

Fiskiklattar

Fiskiklattar
Svona klatta fékk ég reglulega þegar ég var barnapía í sveit 14.ára gömul og fannst mér þetta alveg með því besta sem ég fékk enda kannski nýtt fyrir mér og hef ég gert þetta nokkrum sinnum eftir það. Fínasta tilbreyting.

500-600 gr. Ýsa 
Slatti af hveiti 
1-2 egg 
Mjólk eftir þrörfum 
Salt og pipar 

Fiskurinn er soðinn, kældur og brytjaður svo út í blönduna.
Kryddað eftir smekk. Steikt á pönnu í smá stund, sett á með skeið. 

Borið fram með nýjum kartöflum, salati og sósu eftir smekk. 

Mín eigin útgáfa:
Nýtið afganginn af plokkfiskinum ykkar, bætið út í hann 1 eggi og slatta af hveiti og hrærið vel saman. Ath að hveitið er til þess að halda blöndunni saman því annars lekur allt bara út um allt.
Kryddið svo eftir smekk ef ykkur finnst þess þurfa eins og með salt og pipar úr kvörn og svo má bera fram gúrku og tómata og eins líka steikt egg.



Deilið með gleði..

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Pönnusteikt bleikja!
Pönnusteikt bleikja!

February 10, 2025

Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman. 

Halda áfram að lesa

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!

February 10, 2025

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.

Halda áfram að lesa

Túnfisksteik með bearnise!
Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.

Halda áfram að lesa