March 20, 2021
Tartarsósa
Þessa sósu hef ég lengi ætla að gera og lét loksins verða að því til að hafa með djúpsteiktum fisk í orly og ég sé ekki eftir því enda þrusugóð með fiskinum.
½ bolli majones
1 litill laukur (saxaður), ég notaði skalottlauk
1 msk. Caper, saxaði smá
4-5 sætsúrar gúrkursneiðar (saxaðar)
1 tómatur (saxaður) má sleppa
1 msk. Steinselja (söxuð smátt) eða þurrkað
Safi úr sítrónu
Öllu blandað saman og kælt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 27, 2024
April 26, 2024
June 16, 2023