Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því að útbúa og hérna deili ég þeim með ykkur og vona að þið njótið hugmyndanna. Ég hef verið að kaupa allsskonar brauð með kúmeni, sólþurrkuðum tómötum ofl í búðunum, frysti þau svo og tek út eina til tvær sneiðar eftir hendinni og ekkert fer til spillis.

Ég mun bæta hérna inn eftir hendinni svo það er um að gera kíkja við öðru hverju og sjá hvort eitthvað nýtt hafi bæst við.


Brauð með Guacamole, rifnum Prima donna osti og skreytt með bláberi

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum, pestó skinku og basilíku

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum, smurt með hummus, avakadó sneiðum, linsoðnu eggi og kryddað smá með pipar úr kvörn.

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum. Smurt fyrst með hummus, sneiðar af avakadó settar ofan á og svo hræra af einu eggi og einum banana sem búið er að hita saman í potti, stráði svo smá Prima donna osti ofan á, elska hann og pipraði létt úr kvörn. Nammi gott..

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum, Guacamole og kóríander. 
Sjá uppskrift af Guacamole

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum. Avakadó salsa og steikt egg.

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum. Smurt með Rauðbeðu hummus, keypt í Costco, steiktu eggi og skreytt með spírum.

Súrdeigs brauð. Smurt með Rauðbeðu hummus, osta sneiðar og spírur.

Súrdeigsbrauð með rauðbeðu hummus, harðsoðnum eggjum, Sardínum í olíu og skreytt með baunaspírum.

Súrdeigsbrauð með hangireyktum lax og hálf soðnu eggi, kryddað smá með salt og pipar úr kvörn.

Eggjsamloka með skinku og osti, súrdeigsbrauð. 1 egg sem er pískað og kryddað eftir smekk og samlokunni svo velt upp úr og steikt á pönnu á báðum hliðum þar til osturinn er bráðnaður.

Deilið með gleði...


Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbókEÐA


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

Einnig í Brauðréttir

Heitt rúllutertubrauð
Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllubrauð
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

Halda áfram að lesa

Freisting sælkerans
Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

Halda áfram að lesa

Brauð & álegg!
Brauð & álegg!

November 13, 2022

Brauð & álegg!
Fyrir langa langa löngu voru kannski ekki ýkja margar tegundir af áleggi til, né brauði en annað er upp á teninginn í dag því maður hefur varla tölu yfir allar þær tegundir sem til eru af hvoru tveggja. 

Halda áfram að lesa