Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því að útbúa og hérna deili ég þeim með ykkur og vona að þið njótið hugmyndanna. Ég hef verið að kaupa allsskonar brauð með kúmeni, sólþurrkuðum tómötum ofl í búðunum, frysti þau svo og tek út eina til tvær sneiðar eftir hendinni og ekkert fer til spillis.

Ég mun bæta hérna inn eftir hendinni svo það er um að gera kíkja við öðru hverju og sjá hvort eitthvað nýtt hafi bæst við.


Brauð með Guacamole, rifnum Prima donna osti og skreytt með bláberi

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum, pestó skinku og basilíku

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum, smurt með hummus, avakadó sneiðum, linsoðnu eggi og kryddað smá með pipar úr kvörn.

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum. Smurt fyrst með hummus, sneiðar af avakadó settar ofan á og svo hræra af einu eggi og einum banana sem búið er að hita saman í potti, stráði svo smá Prima donna osti ofan á, elska hann og pipraði létt úr kvörn. Nammi gott..

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum, Guacamole og kóríander. 
Sjá uppskrift af Guacamole

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum. Avakadó salsa og steikt egg.

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum. Smurt með Rauðbeðu hummus, keypt í Costco, steiktu eggi og skreytt með spírum.

Súrdeigs brauð. Smurt með Rauðbeðu hummus, osta sneiðar og spírur.

Súrdeigsbrauð með rauðbeðu hummus, harðsoðnum eggjum, Sardínum í olíu og skreytt með baunaspírum.

Súrdeigsbrauð með hangireyktum lax og hálf soðnu eggi, kryddað smá með salt og pipar úr kvörn.

Eggjsamloka með skinku og osti, súrdeigsbrauð. 1 egg sem er pískað og kryddað eftir smekk og samlokunni svo velt upp úr og steikt á pönnu á báðum hliðum þar til osturinn er bráðnaður.

Deilið með gleði...


Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbókEÐA


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

Einnig í Brauðréttir

Mexíkósk rúlluterta!
Mexíkósk rúlluterta!

February 10, 2024

Mexíkósk rúlluterta
Ein af þessum uppskriftum sem ég hef safnað að mér til að gera einn daginn og það kemur að þeim einni af annarri. Mjög góð uppskrift og dásamlega falleg á veisluborðið, saumaklúbbuinn, ferminguna eða bara á notalegu kvöldi heima.

Halda áfram að lesa

Baguette með heitreyktum Lax
Baguette með heitreyktum Lax

January 31, 2024

Baguette með heitreyktum Lax
Ég lumaði á einum pakka af heitreyktum Lax í frystinum frá því að ég pantaði slatta af bæði af fiski í tempura og fiskibollum, reyktum lax, sósum ofl góðgæti frá Fisherman, allt svakalega gott, bara mitt mat.

Halda áfram að lesa

Rúlluterta með hráskinku!
Rúlluterta með hráskinku!

January 27, 2024

Rúlluterta með hráskinku 
Þessa er ég búin að vera með í fórum mínum lengi en hafði ekki gert en það kom að því og hérna má sjá afraksturinn. Ég smakkaði hana fyrst kalda en setti svo hluta af henni inn í ofn daginn eftir og fyrir mína parta þá kunni ég betur við hana heita, svo bæði gengur upp.

Halda áfram að lesa