Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því að útbúa og hérna deili ég þeim með ykkur og vona að þið njótið hugmyndanna. Ég hef verið að kaupa allsskonar brauð með kúmeni, sólþurrkuðum tómötum ofl í búðunum, frysti þau svo og tek út eina til tvær sneiðar eftir hendinni og ekkert fer til spillis.

Ég mun bæta hérna inn eftir hendinni svo það er um að gera kíkja við öðru hverju og sjá hvort eitthvað nýtt hafi bæst við.


Brauð með Guacamole, rifnum Prima donna osti og skreytt með bláberi

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum, pestó skinku og basilíku

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum, smurt með hummus, avakadó sneiðum, linsoðnu eggi og kryddað smá með pipar úr kvörn.

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum. Smurt fyrst með hummus, sneiðar af avakadó settar ofan á og svo hræra af einu eggi og einum banana sem búið er að hita saman í potti, stráði svo smá Prima donna osti ofan á, elska hann og pipraði létt úr kvörn. Nammi gott..

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum, Guacamole og kóríander. 
Sjá uppskrift af Guacamole

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum. Avakadó salsa og steikt egg.

Súrdeigs brauð með sólþurrkuðum tómötum. Smurt með Rauðbeðu hummus, keypt í Costco, steiktu eggi og skreytt með spírum.

Súrdeigs brauð. Smurt með Rauðbeðu hummus, osta sneiðar og spírur.

Súrdeigsbrauð með rauðbeðu hummus, harðsoðnum eggjum, Sardínum í olíu og skreytt með baunaspírum.

Súrdeigsbrauð með hangireyktum lax og hálf soðnu eggi, kryddað smá með salt og pipar úr kvörn.

Eggjsamloka með skinku og osti, súrdeigsbrauð. 1 egg sem er pískað og kryddað eftir smekk og samlokunni svo velt upp úr og steikt á pönnu á báðum hliðum þar til osturinn er bráðnaður.

Súrdeigsbrauð með sólþurrkuðum tómötum, heimagerðri Kotasælu, skreytt með Vatnakarsa frá Lambhaga.

Súrdeigsbrauð með Smur Ástur-Laukar frá Live Food

Deilið með gleði...

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók



EÐA


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa

Roastbeef brauðterta!
Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

Halda áfram að lesa

Laxabrauðréttur
Laxabrauðréttur

November 01, 2024 2 Athugasemdir

Laxabrauðréttur
Einn af þessum réttum sem ég hef ætlað að gera í langan tíma. 
Virkilega góður kaldur réttur sem ég reyndar útfærði á minn hátt með því að setja í hann Svövu sinnepið og setja hann í smjördeigshring sem ég keypti að þessu sinni af Hérastubbs bakaranum frá Grindavík. 

Halda áfram að lesa