October 23, 2020
Heitt rúllutertubrauð með skinku & aspas.
Sígild og alltaf rosalega góð uppskrift af heitu rúllutertu brauði með skinku og aspas, réttur sem klárast alltaf í hvaða boði sem er.
Þessi réttur er góður bæði í rúllutertubrauði og á snittum og passar í 1 af hvoru.
1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós majónes
1 askja rækjuostur
1 bréf góð skinka
1 litil dós grænn aspas
2 snittubrauð, skorin í sneiðar
Parmesanostur, rifinn
Hitið ofninn í 200°c.
Hrærið saman sýrða rjómaanum, majónesi og rækjuost.
Skerið skinkuna í litla bita og hellið safanum frá aspasbitunum.
Blandið því næst skinku- og aspasbitunum saman við sósuna og hrærið vel.
Setjið 1 msk af sósu á hverja snittubrauðssneið, stráið rifnum parmesanosti yfir og bakið í 10-12 mínútur.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 15, 2025
Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.
November 23, 2024
November 13, 2024