October 23, 2020
Heitt rúllutertubrauð með skinku & aspas.
Sígild og alltaf rosalega góð uppskrift af heitu rúllutertu brauði með skinku og aspas, réttur sem klárast alltaf í hvaða boði sem er.
Þessi réttur er góður bæði í rúllutertubrauði og á snittum og passar í 1 af hvoru.
1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós majónes
1 askja rækjuostur
1 bréf góð skinka
1 litil dós grænn aspas
2 snittubrauð, skorin í sneiðar
Parmesanostur, rifinn
Hitið ofninn í 200°c.
Hrærið saman sýrða rjómaanum, majónesi og rækjuost.
Skerið skinkuna í litla bita og hellið safanum frá aspasbitunum.
Blandið því næst skinku- og aspasbitunum saman við sósuna og hrærið vel.
Setjið 1 msk af sósu á hverja snittubrauðssneið, stráið rifnum parmesanosti yfir og bakið í 10-12 mínútur.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 23, 2024
November 13, 2024
November 01, 2024 2 Athugasemdir