June 15, 2020 2 Athugasemdir
Heitt brauð í eldföstu móti
Þennan brauðrétt gerði ég núna í gær og kom hann okkur skemmtilega á óvart. Ég var ekki alveg að sjá fyrir mér þessa blöndu með majonesið, eggjarauðurnar og kryddið en súpergott og þeyttu eggjahvíturnar yfir, nammi namm, ég hefði samt mátt krydda hann aðeins meira en þá koma salt & piparkvarnirnar sterkar inn eða saltflögur!
1 fransbrauð
250-300 gr skinka
1 dós aspas
1 dós sveppir
200 gr majones
3 eggjarauður
3 eggjahvítur (þeyttar)
salt og pipar
rifinn ostur
Smyrjið eldfast mót, takið skorpuna af fransbrauðinu og rífið það niður í botninn á mótinu.
Hellið aspasnum yfir (safinn líka), hellið sveppasafanum yfir
Hrærið majonesið út með eggjarauðunum, kryddið með salti og pipar.
Saxið skinkuna og blandið saman við ásamt sveppunum.
Hellið blöndunni yfir brauðið. Í lokin er eggjahvítunum dreift yfir, rifnum osti stráð ofan á og bakað í 30 mín við 180-200°C.
ATH. Það má líka nota ananas í staðinn fyrir aspas og gott getur verið að nota hvítlaukssalt.
Það má líka hræra eggjahvítunum saman við alla blönduna í lokin en passa að hræra ekki of mikið.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
October 06, 2024
Sæl.
Ég er kannski gamaldags, en furða mig alltaf á því að skera skorpuna af brauðinu og annað ég nota alltaf heimilisbrauð en ekki franskbrauð.
Ég tæti bara skorpuna mjög smátt og finnst betra bragð af réttinum.
Takk fyrir góðar uppskriftir.
Bbk.
Ingibjörg
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
September 14, 2024
July 21, 2024
June 19, 2024
Ingunn Mjöll
October 06, 2024
Sæl Ingibjörg, gleður mig að heyra að þér líkar við uppskriftirnar.
Ég hef grun um að við gerum þetta bara eins og við viljum að hverju sinni og ég sjálf nota oft líka skorpuna og kemur ekki að sök, nýta allt hráefnið upp til agna, það var okkur líka kennt, gamaldags eður ei :)
Mínar bestu kveðjur
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll