Bruschetta með tómatsalsa

September 01, 2020

Bruschetta með tómatsalsa

Bruschetta með tómatsalsa
Ég bjó til þetta og hafði með forrétt fyrir svolitlu síðan og smakkaðist þetta alveg æðislega vel en ég var með þetta með humar á pönnu og aspas. 
Sjá hér



Uppskrift:
2-3 tómatar, saxaðir
1/2 rauðlaukur, saxaður smátt
1 litið chili, smátt saxað eða eftir smekk
Smá af söxuðu kóríander
1.msk af limesafa
smá salt, gott að nota líka saltflögur ef vill

Blandið öllu vel saman og kælið. Setjið svo eins og eina matskeið af blöndunni á skáskorið snittubrauð, stráið yfir Parmesan eða öðrum osti eins og Primadonnu eða sambærilegum ostum og hitið inni í ofni þar til gullinbrúnt og osturinn er farin að bráðna.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók





Einnig í Brauðréttir

Heitt rúllutertubrauð
Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllubrauð
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

Halda áfram að lesa

Freisting sælkerans
Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

Halda áfram að lesa

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því 

Halda áfram að lesa