Vestfirskar hveitikökur.

November 07, 2021

Vestfirskar hveitikökur.

Vestfirskar hveitikökur.

Hann Þorsteinn Jakop Þorsteinsson gaf góðfúslegt leyfi til að deila þessari uppskrift til okkar allra en hún kemur frá henni
 Ólöfu Þórunni Hafliðadóttur sem fædd er á Látrum við Bjargtanga sagði hann.

500 gr hveiti
2 msk sykur
4 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1/2 tsk hjartarsalt
100 gr smjörlíki (við stofuhita)
1 3/4 dl nýmjólk
1 3/4 dl súrmjólk

Ljósmynd:Þorsteinn

Ég set þurrefni og smjörlíki í hrærivélarskál, læt það blandast vel saman, við hægan snúning. Blanda saman mjólk og súrmjólk í skál, ég nota að vísu mæli könnu. Hræri deigið í ca 20 sek á fullum snúning, forma deigið í lengju, sker lengjuna í 6 hluta og smá enda sem sjöunda hlutann. Flet út, nota disk sem er 21 cm í þvermál, set afskurðinn með endanum, þá passar þetta í 7 kökur. Ég baka kökurnar á pönnu úr steypujárni við svona meðal hita. Maður finnur hitann fljótt út þegar maður fer að baka kökurnar.

Þær eru bakaðar á alveg þurri pönnu.

Ég fæ 14 kökur út úr kílói af hveiti segir Þorsteinn. Þetta fer líka eftir stærð, ég nota sama disk og við notum við laufabrauðsgerð, hann er 21 cm í þvermál.

Hann bakaði þarna 3falda uppskrift og uppskar 21 gómsæta vestfirskar hveitiköku.
Ég veit að það eru til fleiri uppskriftir af þessum kökum, en þetta er sú sem ég nota, já, og notað mikið segir hann Þorsteinn 😊

Hjartans þakkir fyrir Þorsteinn

Þess má til gamans geta að ég sjálf (Ingunn) á ættir að rekja til Vestfjarða, nánar tiltekið frá Eiði í Hestfirði sem nú er komið í eyði.

Deilið með gleði.

 Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook


EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók





Einnig í Bakstur

Kotasælubrauð
Kotasælubrauð

February 24, 2024

Kotasælubrauð
Dásamleg uppskrift frá henni Sólveiga sem hún deildi með okkur á
Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni.

Halda áfram að lesa

Rjómabollu kaffi boð.
Rjómabollu kaffi boð.

February 12, 2024

Rjómabollu kaffi boð.
Bollurdagurinn er í dag, bolla bolla. Ég var með bollukaffi í gær og fór auðveldu leiðina og keypti tilbúnar bollur eins og hugsanlega hálf þjóðin.

Halda áfram að lesa

Kornflex kökur
Kornflex kökur

February 10, 2024

Kornflex kökur
Ein af þeim sígildu og allir elska í barnaafmælum og jafnvel fullorðins líka. Allir geta komið saman og gert þetta, alveg frá að verða 3.ára og upp úr eins og við fjölskyldan gerðum og höfðu gaman af.

Halda áfram að lesa