Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur

Tebollur
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

1 föld uppskrif (bætið helming við til að gera hana tvöfalda)

250 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
1 dl sykur (100 gr)
125 gr smjörlíki
½ dl rúsínur eða súkkulaði (eða bæði)
1 tsk kardimommur eða vanilludropa
1 stk egg
1 dl mjólk

Aðferð:
Þeytið saman smjör og sykur í 3-4 mínútur.
Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið á milli.
Bætið kardimommu eða vanilludropum saman við.

Hrærið þurrefnunum saman og bætið út í ásamt mjólkinni og rúsínum eða súkkulaðibitunum.

Gætið þess að hræra ekki mikið eftir að hveitið er komið út í.
Setjið deigið með tveimur matskeiðum eða stórri ísskeið á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Hver bolla hjá mér var ca. tvær vel fullar matskeiðar af deigi. Ég hafði þær svona miðlungsstórar. Bakið í 8-10 mínútur eða þar til bakaðar í gegn og fallega gullinbrúnar.

Kanelsykri stráð yfir 
Hitið ofn í 180 gráður með blæstri.



 

Deilið með gleði...

Þið finnið okkur líka á Instagram

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




2 Svör

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

December 17, 2024

Dásamlegt að heyra Gunnar, það einfalda oftar en ekki bara ansi gott!

Bkv.Ingunn Mjöll/Islandsmjoll

Gunnar Gíslason
Gunnar Gíslason

December 17, 2024

Þetta er algjör dásemd og sló algjörlega í gegn hjá ungum sem og hjá þeim eldri, var með súkkulaði en á eftir að prófa rúsínur.
Bara takk fyrir góða og einfalda uppskrift meira af þessu. Mbk, G.G…

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa

Eplabrauðkaka
Eplabrauðkaka

October 20, 2024

Eplabrauðkaka & Möffins
Skellti í eitt gómsætt eplabrauð og ákvað að setja líka af blöndunni í möffins mótin mín. Einföld og góð uppskrift.

Halda áfram að lesa