Normalbrauð

April 22, 2022

Normalbrauð

Normalbrauð 
Stundum dettur maður í lukkupottinn og þetta er svo sannarlega einn af þeim og það er að fá þessa dásamlegu uppskrift af Normalbrauði frá henni Sigrúnu Sigmars en hún er fjársjóður þegar kemur að uppskriftum og þetta er ekki sú fyrsta sem kemur frá henni. Takk Sigrún!

3 dl volgt vatn
1 tsk sykur
2 tsk salt
250 gr rugsigtimjöl
250 gr hveiti
25 gr smjörlíki eða smjörvi
1 bréf þurrger (12 gr)

Setjið öll hráefnin í skál og hnoðið vel.
Takið deigið og hnoðið í kúlu, látið hefast undir klút í 10.mín.
Skerið ca.150-200 gr af deiginu og skiptið því í tvo hluta.
Rúllið hvorum hlutanum þannig að hann passi í hliðarnar á mótinu.
Smyrjið mótið vel með smjörlíki.
Setjið hlutana tvo í hliðarnar á mótinu (forminu).
Brjótið deigið saman sem eftir er og rúllið því upp í rúllu. 
Smyrjið rúlluna vel með smjöri og setjið það í formið á milli hliðanna.
Setjið plastfilmu yfir og látið það lyfta sér alveg upp að brún á mótinu.
Setjið ofnskúffu undir grindina í ofninum, hellið hálfu glasi af vatni í skúffuna og lokið strax ofninum.
Bakið í 10.mínútur á 230°c (forhitið ofninn) og lækkið þá niður í 200°c í blástursofni og bakið í 30.mínútur.
Takið brauðið úr ofninum og losið það frá forminu. Takið síðan hliðarnar frá brauðinu.

Uppskrift & mynd:Sigrún Sigmars


Njótið vel

 Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook


EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa