Normalbrauð

April 22, 2022

Normalbrauð

Normalbrauð 
Stundum dettur maður í lukkupottinn og þetta er svo sannarlega einn af þeim og það er að fá þessa dásamlegu uppskrift af Normalbrauði frá henni Sigrúnu Sigmars en hún er fjársjóður þegar kemur að uppskriftum og þetta er ekki sú fyrsta sem kemur frá henni. Takk Sigrún!

3 dl volgt vatn
1 tsk sykur
2 tsk salt
250 gr rugsigtimjöl
250 gr hveiti
25 gr smjörlíki eða smjörvi
1 bréf þurrger (12 gr)

Setjið öll hráefnin í skál og hnoðið vel.
Takið deigið og hnoðið í kúlu, látið hefast undir klút í 10.mín.
Skerið ca.150-200 gr af deiginu og skiptið því í tvo hluta.
Rúllið hvorum hlutanum þannig að hann passi í hliðarnar á mótinu.
Smyrjið mótið vel með smjörlíki.
Setjið hlutana tvo í hliðarnar á mótinu (forminu).
Brjótið deigið saman sem eftir er og rúllið því upp í rúllu. 
Smyrjið rúlluna vel með smjöri og setjið það í formið á milli hliðanna.
Setjið plastfilmu yfir og látið það lyfta sér alveg upp að brún á mótinu.
Setjið ofnskúffu undir grindina í ofninum, hellið hálfu glasi af vatni í skúffuna og lokið strax ofninum.
Bakið í 10.mínútur á 230°c (forhitið ofninn) og lækkið þá niður í 200°c í blástursofni og bakið í 30.mínútur.
Takið brauðið úr ofninum og losið það frá forminu. Takið síðan hliðarnar frá brauðinu.

Uppskrift & mynd:Sigrún Sigmars


Njótið vel

 Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook


EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

Einnig í Bakstur

Kotasælubrauð
Kotasælubrauð

February 24, 2024

Kotasælubrauð
Dásamleg uppskrift frá henni Sólveiga sem hún deildi með okkur á
Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni.

Halda áfram að lesa

Rjómabollu kaffi boð.
Rjómabollu kaffi boð.

February 12, 2024

Rjómabollu kaffi boð.
Bollurdagurinn er í dag, bolla bolla. Ég var með bollukaffi í gær og fór auðveldu leiðina og keypti tilbúnar bollur eins og hugsanlega hálf þjóðin.

Halda áfram að lesa

Kornflex kökur
Kornflex kökur

February 10, 2024

Kornflex kökur
Ein af þeim sígildu og allir elska í barnaafmælum og jafnvel fullorðins líka. Allir geta komið saman og gert þetta, alveg frá að verða 3.ára og upp úr eins og við fjölskyldan gerðum og höfðu gaman af.

Halda áfram að lesa