Normalbrauð

April 22, 2022

Normalbrauð

Normalbrauð
Stundum dettur maður í lukkupottinn og þetta er svo sannarlega einn af þeim og það er að fá þessa dásamlegu uppskrift af Normalbrauði frá henni Sigrúnu Sigmars en hún er fjársjóður þegar kemur að uppskriftum og þetta er ekki sú fyrsta sem kemur frá henni. Takk Sigrún!

3 dl volgt vatn
1 tsk sykur
2 tsk salt
250 gr rugsigtimjöl
250 gr hveiti
25 gr smjörlíki eða smjörvi
1 bréf þurrger (12 gr)

Setjið öll hráefnin í skál og hnoðið vel.
Takið deigið og hnoðið í kúlu, látið hefast undir klút í 10.mín.
Skerið ca.150-200 gr af deiginu og skiptið því í tvo hluta.
Rúllið hvorum hlutanum þannig að hann passi í hliðarnar á mótinu.
Smyrjið mótið vel með smjörlíki.
Setjið hlutana tvo í hliðarnar á mótinu (forminu).
Brjótið deigið saman sem eftir er og rúllið því upp í rúllu. 
Smyrjið rúlluna vel með smjöri og setjið það í formið á milli hliðanna.
Setjið plastfilmu yfir og látið það lyfta sér alveg upp að brún á mótinu.
Setjið ofnskúffu undir grindina í ofninum, hellið hálfu glasi af vatni í skúffuna og lokið strax ofninum.
Bakið í 10.mínútur á 230°c (forhitið ofninn) og lækkið þá niður í 200°c í blástursofni og bakið í 30.mínútur.
Takið brauðið úr ofninum og losið það frá forminu. Takið síðan hliðarnar frá brauðinu.

Njótið vel

Einnig í Bakstur

Skúffukaka
Skúffukaka

March 30, 2022

Skúffukaka (brún)
Þegar strákarnir mínir voru litlir þá var þessi skúffukaka þeirra uppáhalds og hef ég ekki bakað hana í yfir 20.ár en þar sem ömmuprinsessan mín varð 1.árs núna

Halda áfram að lesa

Heilsu vöfflur
Heilsu vöfflur

March 25, 2022

Heilsu vöfflurnar hennar Elísabetar Ósk Sigurðardóttir
Ef maður er með grænmeti sem er að verða of gamalt mæli ég með að nota það í hollar pönnukökur eða vöfflur, segir hún Elísabet. 

Halda áfram að lesa

Eplakaka
Eplakaka

February 12, 2022

Ofur safarík eplakaka frá Dísu vinkonu
Hún er dásamlega góð þessi og afar einföld, best borin fram heit með rjóma eða ís.

Halda áfram að lesa