Hvít lagterta

December 22, 2020

Hvít lagterta

Hvít lagterta
Ég man hvað það var gott að fá lagtertur hjá ömmu Jónu en hún bakaði þær báðar fyrir hver jól ásamt ýmsu öðru góðgæti og á jóladag hittist stórfjölskyldan ávallt hjá henni en þegar hún stækkaði þá vorum við farin að skipta okkur í tvo hópa, svo minningarnar ilja svo sannarlega.

500 g hveiti
250 g strásykur
250 g smjörlíki, mjúkt
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk hjartarsalt
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
2 dl mjólk
Sveskjusulta eða önnur að eigin vali

Smjörlíki og sykur er hrært vel saman. Skipt yfir í hnoðspaða ef þetta er gert í hrærivél, annars má hnoða deigið á borði.

Þurrefnum blandað saman og smjörhrærunni hnoðað saman við ásamt mjólkinni.

Deigið kælt um stund.

Flatt út í 3 kökur jafnstórar og bakaðar á bökunarplötu og bakaðar við 190° hita í ca 15-20 mín.

Gott að fylgjast með hvað bakstrinum líður svo botnarnir verði ekki of harðir.


Botnarnir lagðir saman volgir með sveskjusultu eða annarri góðri sultu.

Uppskriftin kemur frá leiðbeiningarstöð heimilanna.
Ljósmynd:Ingunn Mjöll

Uppskrift að hvítri lagtertu

1 kg hveiti
500 gr sykur
500 gr smjörlíki
5-6 egg
2 tesk. natron
1/2 tesk. lyftiduft

Hráefnunum er blandað saman og smjörlíkið mulið út í. Öllu hrært saman ásamt eggjum. Deigið er hnoðað og fatt út á fjórar plötur, bakað við 175° í 20 mínútur. 

Plöturnar eru kældar og smurðar með sultu áður en þær eru settar saman.

Uppskrift af Vísir.is

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook





Einnig í Bakstur

Kotasælubrauð
Kotasælubrauð

February 24, 2024

Kotasælubrauð
Dásamleg uppskrift frá henni Sólveiga sem hún deildi með okkur á
Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni.

Halda áfram að lesa

Rjómabollu kaffi boð.
Rjómabollu kaffi boð.

February 12, 2024

Rjómabollu kaffi boð.
Bollurdagurinn er í dag, bolla bolla. Ég var með bollukaffi í gær og fór auðveldu leiðina og keypti tilbúnar bollur eins og hugsanlega hálf þjóðin.

Halda áfram að lesa

Kornflex kökur
Kornflex kökur

February 10, 2024

Kornflex kökur
Ein af þeim sígildu og allir elska í barnaafmælum og jafnvel fullorðins líka. Allir geta komið saman og gert þetta, alveg frá að verða 3.ára og upp úr eins og við fjölskyldan gerðum og höfðu gaman af.

Halda áfram að lesa