December 22, 2020
Hvít lagterta
Ég man hvað það var gott að fá lagtertur hjá ömmu Jónu en hún bakaði þær báðar fyrir hver jól ásamt ýmsu öðru góðgæti og á jóladag hittist stórfjölskyldan ávallt hjá henni en þegar hún stækkaði þá vorum við farin að skipta okkur í tvo hópa, svo minningarnar ilja svo sannarlega.
500 g hveiti
250 g strásykur
250 g smjörlíki, mjúkt
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk hjartarsalt
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
2 dl mjólk
Sveskjusulta eða önnur að eigin vali
Smjörlíki og sykur er hrært vel saman. Skipt yfir í hnoðspaða ef þetta er gert í hrærivél, annars má hnoða deigið á borði.
Þurrefnum blandað saman og smjörhrærunni hnoðað saman við ásamt mjólkinni.
Deigið kælt um stund.
Flatt út í 3 kökur jafnstórar og bakaðar á bökunarplötu og bakaðar við 190° hita í ca 15-20 mín.
Gott að fylgjast með hvað bakstrinum líður svo botnarnir verði ekki of harðir.
Botnarnir lagðir saman volgir með sveskjusultu eða annarri góðri sultu.
Uppskriftin kemur frá leiðbeiningarstöð heimilanna.
Ljósmynd:Ingunn Mjöll
Uppskrift að hvítri lagtertu
1 kg hveiti
500 gr sykur
500 gr smjörlíki
5-6 egg
2 tesk. natron
1/2 tesk. lyftiduft
Hráefnunum er blandað saman og smjörlíkið mulið út í. Öllu hrært saman ásamt eggjum. Deigið er hnoðað og fatt út á fjórar plötur, bakað við 175° í 20 mínútur.
Plöturnar eru kældar og smurðar með sultu áður en þær eru settar saman.
Uppskrift af Vísir.is
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 23, 2024
Eplakaka með kornflexi!
Ef maður heldur að það sé bara til ein tegund af eplaköku/pæ þá er það ekki rétt, þær eru heilmargar og hérna á síðunni eru þær að mig minnir 5-6 að verða og engin þeirra eins og allar góðar. Hugsa sér að geta valið svona úr!
February 24, 2024
February 12, 2024