Rjómalöguð aspassúpa

January 03, 2021

Rjómalöguð aspassúpa

Rjómalöguð aspassúpa
(einföld og fljótleg)
Hljómar vel þessi uppskrift en finna má svo mína eigin útgáfu fyrir neðan sem ég hef notast við síðustu árin, súper einföld og góð.

1 l vatn
2 l nýmjólk
1 - 2 pakkar af aspassúpa Toro
4 grænmetisteningar
2 nautateningar
1 rífleg matskeið af paprikudufti
1 stór dós ljós aspas (með soðinu)
150 g smjör
1 dós grænn stór aspas (soðið ekki með)
Þeyttur rjómi

Blandið saman nýmjólk og pakka af aspassúpu í potti.
Hrærið stöðugt þar til suðan kemur upp.
Bætið teningum og paprikudufti við ásamt ljósa aspasinum.
Látið malla í um það bil 2 klukkustundir.
Bætið 150 gr af smjöri  í potti og búið til smjörbollu með hveiti.
Þeytið það út í með písk. Bollan má alls ekki vera of þykk.
Þessu er svo þeytt út í súpua til að þykkja hana.
Bætið grænum aspas út í og látið malla örlítið til viðbótar.
Setjið 3-4 matskeiðar af þeyttum rjóma út í súpuna í lokin.
Berið fram með rjómaslettu og paprikudufti.

Uppskrift úr Fréttablaðinu....

Mín eigin útgáfa að Aspassúpu

2.pk af Toro pakkasúpu (nýti það sem kryddið)
100 gr smjörlíki
1 1/2-2 lítrar af mjólk
Grænn aspas og notið safann líka

Bræðið smjörlíkið og setjið pakkana út í pottinn og hrærið vel saman.
Bætið út og þynnið hægt og bítandi með mjólkinni og setjið svo safann af aspasinum útí líka. Smakkið til að bætið út í grænmetis tening ef þurfa þykir, smá salti & pipar. Setið svo aspasinn út í rétt áður en súpan er borin fram. 

Það má setja líka smá slettu af þeyttum rjóma ofan á súpuna þegar hún er komin á súpudiskinn. 

Borið fram með smá bollum eða nýbökuðu brauði, sjá uppskrift hér.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Súpur & grautar

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Baunasúpan mín!
Baunasúpan mín!

February 26, 2024

Baunasúpan mín!
Ég er búin að deila hérna nokkrum uppskriftum af baunasúpu frá öðrum en núna er komið að minni útfærslu.

Halda áfram að lesa