Blaðlaukssúpa & brauð

November 04, 2024

Blaðlaukssúpa & brauð

Blaðlaukssúpa & brauð
Hérna er á ferðinni ein af vinsælu súpunum frá Toro, hvort heldur sem grunnurinn er notaður í súpu, krydd í rjóma fyrir Tartalettur, nú eða ídýfu með sýrðum rjóma. 
Bollumixið toppar svo máltíðina enda einstaklega einfalt að útbúa og gera að sínu, brauð, brauðbollur eða skemmtilegan brauðbollu hring.

1 pk af Blaðlaukssúpu frá Toro
Blaðlauk
Smá salt úr kvörn, smakkið til

Farið eftir leiðbeiningum pakkans. Fyrir þá sem vilja þá má setja 2 dl af mjólk á móti vatninu. 

Skerið blaðlaukinn í sneiðar, magn eftir ykkar eigin smekk og látið hana malla í um 15 mínútur eða á meðan laukurinn er að mýkjast.

Undirbúið brauðbollubaksturinn. Ég blandaði þarna saman smávegis af seasam fræum og graskersfræum og 1 egg til að bera ofan á bollurnar

Blandið saman Toro bollumixinu og því sem gefið er upp. Ég hef persónulega notað olíu í deigið og gefist vel. Látið það hefast. (ég setti ílátið mitt ofan á ofninn til að flýta örlítið fyrir en það má líka setja það yfir vatnsbað ef maður er að flýta sér)

Hérna langaði mig til að útbúa bolluhring svo ég setti súpuskálina í miðjuna og vann mig í kringum hana.

Vola, hringurinn tilbúinn

Penslið með egginu og setjið svo fræblönduna ofan á. Það er vissulega hægt að hafa allsskonar fræ og virkilega gaman að finna upp á einhverju nýju í hvert sinn.

Dásamlega gaman að bera fram og ekki flóknara en þetta.

Toro blaðlaukssúpa og Toro brauðbolluhringur


Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Súpur & grautar

Toro thaisúpa með kjúkling!
Toro thaisúpa með kjúkling!

December 02, 2024

Toro thaisúpa með kjúkling!
Súpurnar frá Toro eru eins fjölbreyttar eins og þær eru margar og hérna er ég með Thai súpuna með kjúkling. Hérna er ég aðeins með 4 hráefni að þessu sinni en auðvelt er að bæta saman við blaðlauk, litlum tómötum, papriku eða öðru góðgæti.

Halda áfram að lesa

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!

April 28, 2024

Sjávarréttasúpa kampavínsbætt!
Dásamlega ljúffeng sjávarréttasúpa sem er smá áskorun að gera með fjöldann allan af allsskonar góðgæti í en örugglega vel þess virði. Skelli mér í hana einn daginn.

Halda áfram að lesa

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!

April 04, 2024

Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!

Halda áfram að lesa