Blaðlaukssúpa & brauð
November 04, 2024
Blaðlaukssúpa & brauðHérna er á ferðinni ein af vinsælu súpunum frá Toro, hvort heldur sem grunnurinn er notaður í súpu, krydd í rjóma fyrir Tartalettur, nú eða ídýfu með sýrðum rjóma.
Bollumixið toppar svo máltíðina enda einstaklega einfalt að útbúa og gera að sínu, brauð, brauðbollur eða skemmtilegan brauðbollu hring.
1 pk af Blaðlaukssúpu frá Toro
Blaðlauk
Smá salt úr kvörn, smakkið til
Farið eftir leiðbeiningum pakkans. Fyrir þá sem vilja þá má setja 2 dl af mjólk á móti vatninu.

Skerið blaðlaukinn í sneiðar, magn eftir ykkar eigin smekk og látið hana malla í um 15 mínútur eða á meðan laukurinn er að mýkjast.

Undirbúið brauðbollubaksturinn. Ég blandaði þarna saman smávegis af seasam fræum og graskersfræum og 1 egg til að bera ofan á bollurnar

Blandið saman Toro bollumixinu og því sem gefið er upp. Ég hef persónulega notað olíu í deigið og gefist vel. Látið það hefast. (ég setti ílátið mitt ofan á ofninn til að flýta örlítið fyrir en það má líka setja það yfir vatnsbað ef maður er að flýta sér)

Hérna langaði mig til að útbúa bolluhring svo ég setti súpuskálina í miðjuna og vann mig í kringum hana.

Vola, hringurinn tilbúinn

Penslið með egginu og setjið svo fræblönduna ofan á. Það er vissulega hægt að hafa allsskonar fræ og virkilega gaman að finna upp á einhverju nýju í hvert sinn.

Dásamlega gaman að bera fram og ekki flóknara en þetta.

Toro blaðlaukssúpa og Toro brauðbolluhringur
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.