April 04, 2024
Mexíkönsk Tómatsúpa og bollur!
Ég kaupi stundum svona bollumix frá Toro og er það í miklu uppáhaldi hjá mér, einstaklega góð blanda og bragðgóð. Ég hef bæði gert 1.stk langbrauð þá fyllt með allsskonar fræjum ofl, eins bolluhring og núna litlar bollur með súpunni. Mæli með!
1 pakki af Toro bollublöndu og 1 bréf af Meksikansk Tómatsuppe
1 kjúklingabringa, skorin í smáa bita og steikt á pönnu
1 rauð paprika, skorið niður og sett á pönnuna svo með kjúklinginum
Súpan er matreidd eftir leiðbeiningum á pakkanum, vatn, mjólk og rjómi og ég bætti aukalega við 1 tsk af paprikukryddi. Þegar súpan er tilbúin þá bætið þið saman við kjúklingi og papriku og skreytið að vild með ferskum jurtum.
Svo gerði ég þessar dýrindisbollur með súpunni og það sem ég notaði ekki var sett í frystinn til góða næst, æðislegt að eiga til góða.
Ég bætti saman við blönduna vatni og olíu samkvæmt leiðbeiningum. Ég rúllaði svo deiginu í lengju eins og sjá má á myndinni og skar svo jafnt yfir alla lengjuna þá stærð sem ég vildi hafa. Stærri bollurnar voru einn hluti, minni bollurnar voru helmingurinn af því.
1 egg, pískað og penslað á hverja bollu
Ég ákvað að gera einn lítinn sætan bolluhring, 7 litlar bollur, saltflögur ofan á og Rósmarín og inn í ofn á 180°c í um 12-15 mínútur, gott að fylgjast með þeim því ofnar geta verið mismunandi.
Svo gaman að bera fram smá listaverk
Þetta voru 11 stk en hérna setti ég í miðjuna Epla/kanil musli frá Muna og lokaði svo og myndaði litlar bollur, sjá á mynd neðar.
Hérna eru stærri bollurnar. Ég setti ofan á nokkrar þeirra Sesam fræ en ég hef líka oft sett ofan á þær græskersfræ eða annarsskonar fræ, eftir því sem ég á til.
Þetta eru bollurnar sem ég fékk út úr Toro blöndunni
Súpan var virkilega góð og dugði í tvær máltíðir fyrir 1 eða fyrir 2
Bollukrúttið
Hérna getið þið séð uppskriftina af stóru kringlóttu brauðbollunum.
Fyrirfram þakklæti til allra sem deila áfram
Það má finna okkur líka á Instagram!
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
April 28, 2024
February 26, 2024
January 29, 2024