January 23, 2023
Aspassúpan mín
Mín eigin útgáfa af Aspassúpunni hefur oftar en ekki verið bökuð upp úr 2 pökkum af Toró Aspassúpu og hefur hún alltaf slegið í gegn, einföld og góð og allir ættu að geta gert hana.
2.pk af Toro pakkasúpu (nýti það sem kryddið)
100 gr smjörlíki
1 1/2-2 lítrar af mjólk
Grænn aspas og notið safann líka
Bræðið smjörlíkið og setjið pakkana út í pottinn og hrærið vel saman.
Bætið út og þynnið hægt og bítandi með mjólkinni og setjið svo safann af aspasinum útí líka. Smakkið til að bætið út í grænmetis tening ef þurfa þykir, smá salti & pipar. Setið svo aspasinn út í rétt áður en súpan er borin fram.
Það má setja líka smá slettu af þeyttum rjóma ofan á súpuna þegar hún er komin á súpudiskinn.
Ég hef reyndar gert súpuna í hádeginu og haft hana tilbúna fyrir kvöldið og þá hitað hana upp, gott að vinna sér í haginn.
Borið fram með smá bollum eða nýbökuðu brauði, sjá uppskrift hér.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 02, 2024
November 04, 2024
April 28, 2024