December 22, 2023
Sultaður rauðlaukur
Loksins gerði ég hann sjálf, loksins. Þetta er svo auðvelt, smá dútl en líka gaman að bera fram heimagert góðgæti.
Ég gerði uppskriftina sem er hérna efri, prufa hina síðar.
80 g smjör
5 rauðlaukar, þunnt skornir
Smá salt
100 g eða um 1/2 bolli af púðursykri
185 ml rauðvínsedik eða 3/4 bolli.*
Bræðið smjörið á stórri pönnu á miðlungshita eða þar til smjörið fer að freyða. Bætið þá við lauknum og smá salti, steikið í um 15 mínútur eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur.
Bætið þá sykrinum við og látið malla í um 5 mínútur eða þar til sykurinn er uppleystur.
Bætið svo við rauðvínsedikinu og náið upp suðu. Lækkið þá hitann og látið malla í án loks í 20 mínútur eða þar til orðið vel þykkt.
Takið af hitanum og berið fram strax eða setjið í vel sótthreinsaðar krukkur og geymið í ísskáp.
Geymist vel í ísskáp í um 3 daga.
Uppskrift númer 2 af sultuðum rauðlauk.
Afhýðið rauðlauka og skerið í báta. Bræðið smjör við miðlungshita og létt steikið rauðlauksbátana. Hellið ediki og sykri yfir rauðlaukinn á pönnunni. Látið á vægan hita og sjóðið saman í þykka sultu. Saltið og piprið eftir smekk.
Njótið og deilið að vild
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 24, 2022
November 24, 2022
September 29, 2022