November 24, 2022
Appelsínusíld Grand Marnier
Alltaf gaman að gera öðruvísi uppskriftir og þessi er svo sannarlega ein af þeim sem vakti áhuga minn.
Innihald:
2 dl vatn
1 ½ l edik
1 kg strásykur
4 stk lárviðarlauf
1 tsk mulin hvít piparkorn
safi úr 10 appelsínum
½ búnt minta
5 msk rifinn appelsínubörkur
1 msk hunang
1 dl Grand Marnier
200 gr laukur í sneiðum
1 kg síld (sykursöltuð og útvötnuð)
Sjóðið vatn, edik, strásykur, lárviðarlauf og pipar í 25 mín og kælið síðan löginn.
Sjóðið appelsínusafann niður um ¾ eða þangað til hann er orðinn þykkur.
Setjið appelsínubörkinn yfir til suðu í köldu vatni og sjóðið upp á honum, hellið vatninu af honum og setjið í kaldan löginn ásamt hráum lauksneiðunum.
Skerið hæfilega útvatnaða síldina í bita og marinerið í leginum í minnst sólarhring áður en hún er borin fram.
Uppskrift frá Gulla
Ljósmyndir:Ingunn Mjöll
Njótið og deilið að vild
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 22, 2023
November 24, 2022
September 29, 2022