Appelsínusíld Grand mariner

November 24, 2022

Appelsínusíld Grand mariner

Appelsínusíld Grand mariner
Alltaf gaman að gera öðruvísi uppskriftir og þessi er svo sannarlega ein af þeim sem vakti áhuga minn.

Innihald:
 2 dl vatn
1 ½ l edik
1 kg strásykur
4 stk lárviðarlauf
1 tsk mulin hvít piparkorn
safi úr 10 appelsínum
½ búnt minta
5 msk rifinn appelsínubörkur 
1 msk hunang
1 dl Grand mariner
200 gr laukur í sneiðum
1 kg síld (sykursöltuð og útvötnuð)

Sjóðið vatn, edik, strásykur, lárviðarlauf og pipar í 25 mín og kælið síðan löginn.
Sjóðið appelsínusafann niður um ¾ eða þangað til hann er orðinn þykkur.
Setjið appelsínubörkinn yfir til suðu í köldu vatni og sjóðið upp á honum, hellið vatninu af honum og setjið í kaldan löginn ásamt hráum lauksneiðunum.
Skerið hæfilega útvatnaða síldina í bita og marinerið í leginum í minnst sólarhring áður en hún er borin fram.

Uppskrift frá Gulla
Ljósmyndir:Ingunn Mjöll

 

Einnig í Sultur & súrsað

Ananassíld
Ananassíld

November 24, 2022

Ananassíld
Hressandi síldarmenning og hérna er ein uppskrift af Ananssíld, fersk og ný.

Halda áfram að lesa

Rifsberjasaft
Rifsberjasaft

September 29, 2022

Rifsberjasaft
Frábært að nýta hratið af rifsberjahlaupinu í saft en það gerðum við þegar við vorum að gera rifsberjahlaup/sultu í haust. Þvílíka nammið að eiga í ísskápnum

Halda áfram að lesa

Rifsberjahlaup
Rifsberjahlaup

August 28, 2022

Rifsberjahlaup
Vinkona mín skellti sér í berjatýnslu og kom færandi hendi með 4 kíló af rifsberjum. Við græjuðum sykurinn og skelltum okkur í sultu/hlaup gerð.

Halda áfram að lesa