Rifsberjasaft

September 29, 2022

Rifsberjasaft

Rifsberjasaft
Frábært að nýta hratið af rifsberjahlaupinu í saft en það gerðum við þegar við vorum að gera rifsberjahlaup/sultu í haust. Þvílíka nammið að eiga í ísskápnum og gæða sér á, jafnvel i háu glasi með klökum og njóta vel.

 

2 kg rifsberjahrat
2 ltr. vatn
400-700 gr. sykur

Sólber í sömu hlutföllum er einnig gott að nota í saft

Hratið af rifsberjum er soðið í 30 mín með vatninu.
Síað í gegnum sigti, bleiu eða viskastykki, eftir því sem haft er við hendina.

Sett á flöskur og geymt í kæli

Blandist með vatni eins og djús þegar nota skal nota saftina.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Sultur & súrsað

Sultaður rauðlaukur
Sultaður rauðlaukur

December 22, 2023

Sultaður rauðlaukur
Loksins gerði ég hann sjálf, loksins. Þetta er svo auðvelt, smá dútl en líka gaman að bera fram heimagert góðgæti.

Halda áfram að lesa

Appelsínusíld Grand Marnier
Appelsínusíld Grand Marnier

November 24, 2022

Appelsínusíld Grand Marnier
Alltaf gaman að gera öðruvísi uppskriftir og þessi er svo sannarlega ein af þeim sem vakti áhuga minn.

Halda áfram að lesa

Ananassíld
Ananassíld

November 24, 2022

Ananassíld
Hressandi síldarmenning og hérna er ein uppskrift af Ananssíld, fersk og ný.

Halda áfram að lesa