September 29, 2022
Rifsberjasaft
Frábært að nýta hratið af rifsberjahlaupinu í saft en það gerðum við þegar við vorum að gera rifsberjahlaup/sultu í haust. Þvílíka nammið að eiga í ísskápnum og gæða sér á, jafnvel i háu glasi með klökum og njóta vel.
2 kg rifsberjahrat
2 ltr. vatn
400-700 gr. sykur
Sólber í sömu hlutföllum er einnig gott að nota í saft
Hratið af rifsberjum er soðið í 30 mín með vatninu.
Síað í gegnum sigti, bleiu eða viskastykki, eftir því sem haft er við hendina.
Sett á flöskur og geymt í kæli
Blandist með vatni eins og djús þegar nota skal nota saftina.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 22, 2023
November 24, 2022
November 24, 2022