Rabarbarasulta með kirsjuberjum

July 23, 2021

Rabarbarasulta með kirsjuberjum

Rabarbarasulta með kirsjuberjum og döðlum
Dásamlega góð en ég hef svo gaman að því að prufa mig áfram og þróa eitthvað nýtt og ég get sagt ykkur að þessi var æðislega góð og vel hægt að mæla með henni. Ekki alveg þessi hefðbundna!

Ég óskaði eftir rabarbara og boðin létu ekki á sér standa. Þessi kemur úr Garðabænum.

700 gr rabarbari
300 gr kirsjuber
300 gr sykur
1/2-1 dl döðlur

Sjóðið upp og látið malla þar til sultan er þykk og fin og setjið svo í tandurhreinar krukkur sem hafa verið soðnar og lokið þeim. 


Ljúffeng með kexi & osti

Best geymdar í ísskáp eða á köldum stað.

Njótið & deilið með vinum ykkar.

Bakkinn og glasabakkarnir eru frá Hjartalag.is

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Sultur & súrsað

Sultaður rauðlaukur
Sultaður rauðlaukur

December 22, 2023

Sultaður rauðlaukur
Loksins gerði ég hann sjálf, loksins. Þetta er svo auðvelt, smá dútl en líka gaman að bera fram heimagert góðgæti.

Halda áfram að lesa

Appelsínusíld Grand Marnier
Appelsínusíld Grand Marnier

November 24, 2022

Appelsínusíld Grand Marnier
Alltaf gaman að gera öðruvísi uppskriftir og þessi er svo sannarlega ein af þeim sem vakti áhuga minn.

Halda áfram að lesa

Ananassíld
Ananassíld

November 24, 2022

Ananassíld
Hressandi síldarmenning og hérna er ein uppskrift af Ananssíld, fersk og ný.

Halda áfram að lesa