July 23, 2021
Rabarbarasulta með kirsjuberjum og döðlum
Dásamlega góð en ég hef svo gaman að því að prufa mig áfram og þróa eitthvað nýtt og ég get sagt ykkur að þessi var æðislega góð og vel hægt að mæla með henni. Ekki alveg þessi hefðbundna!
Ég óskaði eftir rabarbara og boðin létu ekki á sér standa. Þessi kemur úr Garðabænum.
700 gr rabarbari
300 gr kirsjuber
300 gr sykur
1/2-1 dl döðlur
Sjóðið upp og látið malla þar til sultan er þykk og fin og setjið svo í tandurhreinar krukkur sem hafa verið soðnar og lokið þeim.
Ljúffeng með kexi & osti
Best geymdar í ísskáp eða á köldum stað.
Njótið & deilið með vinum ykkar.
Bakkinn og glasabakkarnir eru frá Hjartalag.is
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 22, 2023
November 24, 2022
November 24, 2022