Rabarbara sulta með engifer

July 23, 2021

Rabarbara sulta með engifer

Rabarbara sulta með engifer
Hérna er að finna tvær góðar sultur. Önnur þeirra með viðbættum engifer og hin auka með sveskjum líka. 

1 kg rababari
650 gr púðursykur (gjarnan blanda af púðursykri og hvítum)
6-8 msk ferskt engifer, fínt saxað
3 msk lime/sítrónusafi

Rababarinn saxaður niður frekar fínt.
Allt sett í pott og látið malla þar til sultan hefur náð þeirri þykkt sem þið óskið eftir. Mín mallaði alveg í 2-3 tíma.
Hellt í hreinar krukkur

Rabarbarasulta með sveskjum og engifer

1 kg rabarbari skorin í bita
100 gr sveskjur sem legið hafa í bleyti í nokkra tíma
750 gr hrásykur
Engifer eftir smekk

Soðið í mauk.

Njótið & deilið með vinum ykkar.

Bakkinn og glasabakkarnir eru frá Hjartalag.is

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

 

Einnig í Sultur & súrsað

Appelsínusíld Grand mariner
Appelsínusíld Grand mariner

November 24, 2022

Appelsínusíld Grand mariner
Alltaf gaman að gera öðruvísi uppskriftir og þessi er svo sannarlega ein af þeim sem vakti áhuga minn.

Halda áfram að lesa

Ananassíld
Ananassíld

November 24, 2022

Ananassíld
Hressandi síldarmenning og hérna er ein uppskrift af Ananssíld, fersk og ný.

Halda áfram að lesa

Rifsberjasaft
Rifsberjasaft

September 29, 2022

Rifsberjasaft
Frábært að nýta hratið af rifsberjahlaupinu í saft en það gerðum við þegar við vorum að gera rifsberjahlaup/sultu í haust. Þvílíka nammið að eiga í ísskápnum

Halda áfram að lesa