July 23, 2021
Rabarbara sulta með engifer
Hérna er að finna tvær góðar sultur. Önnur þeirra með viðbættum engifer og hin auka með sveskjum líka.
1 kg rababari
650 gr púðursykur (gjarnan blanda af púðursykri og hvítum)
6-8 msk ferskt engifer, fínt saxað
3 msk lime/sítrónusafi
Rababarinn saxaður niður frekar fínt.
Allt sett í pott og látið malla þar til sultan hefur náð þeirri þykkt sem þið óskið eftir. Mín mallaði alveg í 2-3 tíma.
Hellt í hreinar krukkur
Rabarbarasulta með sveskjum og engifer
1 kg rabarbari skorin í bita
100 gr sveskjur sem legið hafa í bleyti í nokkra tíma
750 gr hrásykur
Engifer eftir smekk
Soðið í mauk.
Njótið & deilið með vinum ykkar.
Bakkinn og glasabakkarnir eru frá Hjartalag.is
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 22, 2023
November 24, 2022
November 24, 2022