Rabarbara sulta með engifer

July 23, 2021

Rabarbara sulta með engifer

Rabarbara sulta með engifer
Hérna er að finna tvær góðar sultur. Önnur þeirra með viðbættum engifer og hin auka með sveskjum líka. 

1 kg rababari
650 gr púðursykur (gjarnan blanda af púðursykri og hvítum)
6-8 msk ferskt engifer, fínt saxað
3 msk lime/sítrónusafi

Rababarinn saxaður niður frekar fínt.
Allt sett í pott og látið malla þar til sultan hefur náð þeirri þykkt sem þið óskið eftir. Mín mallaði alveg í 2-3 tíma.
Hellt í hreinar krukkur

Rabarbarasulta með sveskjum og engifer

1 kg rabarbari skorin í bita
100 gr sveskjur sem legið hafa í bleyti í nokkra tíma
750 gr hrásykur
Engifer eftir smekk

Soðið í mauk.

Njótið & deilið með vinum ykkar.

Bakkinn og glasabakkarnir eru frá Hjartalag.is

 

Einnig í Sultur & súrsað

Rabarbara ghutney
Rabarbara ghutney

September 18, 2021

Halda áfram að lesa

Rabarbaramauk
Rabarbaramauk

September 18, 2021

Rabarbaramauk
Þessa uppskrift sendi hún Þóra Björk Nikulásdóttir  síðunni fyrir einhverjum árunum síðan og hérna deilist hún til okkar allra til að njóta og útbúa.

Halda áfram að lesa

Chilli sulta-3 útfærslur!
Chilli sulta-3 útfærslur!

September 13, 2021

Chilli sulta
Ein af mínum uppáhalds með ostum og hérna eru 3 útfærslur af henni handa okkur öllum, eitthvað fyrir alla.

Halda áfram að lesa