September 18, 2021
Rabarbaramauk
Þessa uppskrift sendi hún Þóra Björk Nikulásdóttir síðunni fyrir einhverjum árunum síðan og hérna deilist hún til okkar allra til að njóta og útbúa.
1 kg. rabarbari
12 stk. aprikósur þurkaðar
4 rauðlaukar
5 msk. edik 5%
1 dl vatn.
Soðið saman í 15 mín,
Svo
10 dl sykur
2 msk rifinn ferskur engifer
2 -3 msk. karry
4 tsk. salt
4 tsk. rautt chili saxað (kjarninn úr einn látin fylga)
soðið í 1/2 tíma
Sett í krukkur og geymt í kæli.
Kveðja,
Þóra Björk Nikulásdóttir
Stöðvarfirði
Ath. að pakkinn undir sultunni er frá Hjartalag.is en hann er svo einstaklega fallegur á borði undir allsskonar gúmmelaði.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 22, 2023
November 24, 2022
November 24, 2022