September 18, 2021
Rabarbara ghutney
Ein sælkera blanda af Rabarbara ghutney sem gleður bragðlaukana svo um munar.
3 - 4 krukkur
2 rauðlaukar, saxaðir
2 msk engiferrót, rifin
3 dl rauðvínsedik
2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og söxuð
300 gr döðlur
1 msk gul sinnepsfræ
1 tsk kanill
½ tsk negull
1 tsk salt
¼ tsk allrahanda
300-350 gr púðursykur
800 gr rabarbari, sneiddur í 2 cm bita
Setjið rauðlauk, engifer og rauðvínsedik í pott og látið sjóða í 8-10 mín.
Bætið öllu nema rabarbara út í og látið sjóða í 10 mín.
Hafið lok á pottinum og fylgist vel með svo maukið brenni ekki.
Bætið rabarbara út í og sjóðið áfram í 20 mín eða lengur eftir smekk upp á þykktina sem þið viljið hafa hana.
Setjið maukið í hreinar krukkur.
Geymist á köldum stað í nokkra mánuði.
Njótið & deilið með gleði
Ath. að bakkinn undir sultunni er frá Hjartalag.is en hann er svo einstaklega fallegur á borði undir allsskonar gúmmelaði.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 22, 2023
November 24, 2022
November 24, 2022