Rabarbara ghutney

September 18, 2021

Rabarbara ghutney

Rabarbara ghutney
Ein sælkera blanda af Rabarbara ghutney sem gleður bragðlaukana svo um munar.

3 - 4 krukkur 
2 rauðlaukar, saxaðir 
2 msk engiferrót, rifin 
3 dl rauðvínsedik 
2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og söxuð 
300 gr döðlur 
1 msk gul sinnepsfræ 
1 tsk kanill 
½ tsk negull 
1 tsk salt 
¼ tsk allrahanda 
300-350 gr púðursykur 
800 gr rabarbari, sneiddur í 2 cm bita 

Setjið rauðlauk, engifer og rauðvínsedik í pott og látið sjóða í 8-10 mín.
Bætið öllu nema rabarbara út í og látið sjóða í 10 mín.
Hafið lok á pottinum og fylgist vel með svo maukið brenni ekki.
Bætið rabarbara út í og sjóðið áfram í 20 mín eða lengur eftir smekk upp á þykktina sem þið viljið hafa hana.

Setjið maukið í hreinar krukkur. 
Geymist á köldum stað í nokkra mánuði. 

Njótið & deilið með gleði

Ath. að bakkinn undir sultunni er frá Hjartalag.is en hann er svo einstaklega fallegur á borði undir allsskonar gúmmelaði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Sultur & súrsað

Sultaður rauðlaukur
Sultaður rauðlaukur

December 22, 2023

Sultaður rauðlaukur
Loksins gerði ég hann sjálf, loksins. Þetta er svo auðvelt, smá dútl en líka gaman að bera fram heimagert góðgæti.

Halda áfram að lesa

Appelsínusíld Grand Marnier
Appelsínusíld Grand Marnier

November 24, 2022

Appelsínusíld Grand Marnier
Alltaf gaman að gera öðruvísi uppskriftir og þessi er svo sannarlega ein af þeim sem vakti áhuga minn.

Halda áfram að lesa

Ananassíld
Ananassíld

November 24, 2022

Ananassíld
Hressandi síldarmenning og hérna er ein uppskrift af Ananssíld, fersk og ný.

Halda áfram að lesa