Rabarbara ghutney

September 18, 2021

Rabarbara ghutney

Rabarbara ghutney
Ein sælkera blanda af Rabarbara ghutney sem gleður bragðlaukana svo um munar.

3 - 4 krukkur 
2 rauðlaukar, saxaðir 
2 msk engiferrót, rifin 
3 dl rauðvínsedik 
2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og söxuð 
300 gr döðlur 
1 msk gul sinnepsfræ 
1 tsk kanill 
½ tsk negull 
1 tsk salt 
¼ tsk allrahanda 
300-350 gr púðursykur 
800 gr rabarbari, sneiddur í 2 cm bita 

Setjið rauðlauk, engifer og rauðvínsedik í pott og látið sjóða í 8-10 mín.
Bætið öllu nema rabarbara út í og látið sjóða í 10 mín.
Hafið lok á pottinum og fylgist vel með svo maukið brenni ekki.
Bætið rabarbara út í og sjóðið áfram í 20 mín eða lengur eftir smekk upp á þykktina sem þið viljið hafa hana.

Setjið maukið í hreinar krukkur. 
Geymist á köldum stað í nokkra mánuði. 

Njótið & deilið með gleði

Ath. að pakkinn undir sultunni er frá Hjartalag.is en hann er svo einstaklega fallegur á borði undir allsskonar gúmmelaði.

Einnig í Sultur & súrsað

Rabarbaramauk
Rabarbaramauk

September 18, 2021

Rabarbaramauk
Þessa uppskrift sendi hún Þóra Björk Nikulásdóttir  síðunni fyrir einhverjum árunum síðan og hérna deilist hún til okkar allra til að njóta og útbúa.

Halda áfram að lesa

Chilli sulta-3 útfærslur!
Chilli sulta-3 útfærslur!

September 13, 2021

Chilli sulta
Ein af mínum uppáhalds með ostum og hérna eru 3 útfærslur af henni handa okkur öllum, eitthvað fyrir alla.

Halda áfram að lesa

Bláberjasulta
Bláberjasulta

August 30, 2021

Bláberjasulta
Hérna koma tvær gómsætar uppskriftir af bláberjasultu, báði án og með melatíni.

Halda áfram að lesa