July 23, 2021
Döðlu og jarðaberjasulta
(Ein lauflétt og sykurlaus)
Þær þurfa ekki að vera flóknar blessaðar uppskirftirnar alltaf af sultum eins og þessi hérna sýnir okkur!
150 gr. frosin jarðaber
100 gr. döðlur
Sjóðið saman í potti þar til þetta er orðið vel maukað saman,
gott er að nota töfrasprotann ef til er, eða matvinnsluvél.
Setjið í heita krukku og kælið svo :)
Ekkert mál er að gera stærri skammt af sultunni með því að stækka bara uppskriftina :)
April 16, 2022
April 16, 2022