Chilli sulta-3 útfærslur!

September 13, 2021

Chilli sulta-3 útfærslur!

Chilli sulta
Ein af mínum uppáhalds með ostum og hérna eru 3 útfærslur af henni handa okkur öllum, eitthvað fyrir alla.

3 rauðar paprikur
14 litlir chilli þurrkaðir (Died hot chillies)
5 ½ bolli sykur
1 ½ bolli borðedik
5 tsk sultuhleypir (pektín)
Chilli sett í pott og soðið í vatni í 15 mín. Paprika og chilli sett í mixara eða hakkavél, svo í pott með sykri og ediki.
Soðið í 10 mín. Hleypirnum stráð yfir, 1 tsk í einu og soðið í 1 mín. Sett heitt í krukkur.

Athugasemd frá mér: Það er örugglega hægt að nota ferskan chilli.
Man heldur ekki hvort þessu tegund af þurrkuðum chilli er til eða ekki. Það er orðið langt síðan ég hef gert þessa sultu en man samt að hún er góð. 

Kveðja Ragnhildur Ólafsdóttir


Chillisulta.

Hráefni:
4 stk. stórar rauðar paprikur
5-6 ferskur rauður chillipipar
1 kg. sykur
1 og 1/2 bolli borðedik
ca. 5 tsk sultuhleypir

Aðferð:
Paprikan er kjarnhreinsuð og skorin í bita. Chillipiparinn og paprikan sett í matvinnsluvél og maukað.
Maukið er svo sett í pott ásamt sykrinum og edikinu og soðið í ca. 20 mínútur. Sultuhleypirinn settur út í og soðið í ca 2 mínútur í viðbót.

ATH: Ekki á að hreinsa fræin úr chillipiparnum.

Sultan á ekki að vera þykk því hún stífnar við það að kólna.
Ef þið viljið ekki sultuna sterka þá bara sleppi þið því að setja fræin úr einum eða svo af piparnum þá verður hún mildari.

Uppskrift frá henni
Jónheiði Haralds


Chilisulta

Hráefni: 
½ kg paprika,
rauðar og gular
5 ferskir chili pipar
2 gulrauð epli
½ kg sykur eða hrásykur
2 tsk sultuhleypir

Aðferð:

  1. Hreinsið og saxið allt hráefnið og setjið í pott.
  2. Soðið í mauk. það tekur u.þ.b. 30-40 mín, hrærið í annað slagið.
  3. Sigtið í gegnum venjulegt vírsigti.
  4. Hellið aftur í pottinn og látið suðuna koma aftur upp.
  5. Hrærið sultuhleypinum út í.
  6. Hellið í sótthreinsaðar krukkur og kælið.


    Deilið með gleði.

    Ath. að bakkinn undir sultunni er frá Hjartalag.is en hann er svo einstaklega fallegur á borði undir allsskonar gúmmelaði.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Sultur & súrsað

Sultaður rauðlaukur
Sultaður rauðlaukur

December 22, 2023

Sultaður rauðlaukur
Loksins gerði ég hann sjálf, loksins. Þetta er svo auðvelt, smá dútl en líka gaman að bera fram heimagert góðgæti.

Halda áfram að lesa

Appelsínusíld Grand Marnier
Appelsínusíld Grand Marnier

November 24, 2022

Appelsínusíld Grand Marnier
Alltaf gaman að gera öðruvísi uppskriftir og þessi er svo sannarlega ein af þeim sem vakti áhuga minn.

Halda áfram að lesa

Ananassíld
Ananassíld

November 24, 2022

Ananassíld
Hressandi síldarmenning og hérna er ein uppskrift af Ananssíld, fersk og ný.

Halda áfram að lesa