Bláberjasulta

August 30, 2021

Bláberjasulta

Bláberjasulta
Hérna koma tvær gómsætar uppskriftir af bláberjasultu, báði án og með melatíni.

Kíló af berjum á móti 500 - 750 gr af sykri. 

Sjóða niður
Setja sultuna í heitar krukkur

Gott er að hafa með stilka og óþroskuð ber til að sultan hlaupi.

stundum þarf hleypi ef berin eru mjög þroskuð. 
Aðalbláberin eru sætari og þá þarf minni sykur.
Fyrst eru berin látin malla í 5 mínútur og svo er sykurinn settur út í og látið malla áfram í 10 mínútur. 

Til að búa til drottningasultu er hindberjum blandað við.

BLÁBERJASULTA með melatíni...

Hér er önnur uppskrift með melatíni

2 kg bláber
800 g sykur
1 msk. blátt melatín - blandað í 1 msk sykur

Bláber skoluð og látið renna vel af þeim.
Þau eru sett í pott ásamt sykri og soðið við vægan hita í20 – 30 mínútur.
Gott er að merja bláberin létt með kartöflustappara meðan á suðu stendur.
Ílokin er melatín/sykurblandan sett í pottinn og soðið áfram í eina mínútu,
hræra í á meðan.
Þá er allt tilbúið til að setja í krukkur.

KRUKKUR:
Mikilvægt er að þvo krukkur og lok.

Einnig í Sultur & súrsað

Grunnlögur fyrir síldarmareneringu
Grunnlögur fyrir síldarmareneringu

April 16, 2022

Grunnlögur fyrir síldarmareneringu
Hérna kemur ein grunn uppskrift af mareneringu af síld fyrir þá sem vilja búa til sína eigin og bæta þá út sitt uppáhalds aukalega.

Halda áfram að lesa

Sígild síldarsalöt fyrir jólin
Sígild síldarsalöt fyrir jólin

April 16, 2022

Sígild síldarsalöt fyrir jólin 
Eitt af því sem tilheyrir svo jólunum er síldin og þá sérstaklega jólasíldin þótt allar hinar eigi sinn stað líka og eru góðar yfir allt árið.

Halda áfram að lesa

Rabarbara ghutney
Rabarbara ghutney

September 18, 2021

Halda áfram að lesa