Bláberjasulta

August 30, 2021

Bláberjasulta

Bláberjasulta
Hérna koma tvær gómsætar uppskriftir af bláberjasultu, báði án og með melatíni.

Kíló af berjum á móti 500 - 750 gr af sykri. 

Sjóða niður
Setja sultuna í heitar krukkur

Gott er að hafa með stilka og óþroskuð ber til að sultan hlaupi.

stundum þarf hleypi ef berin eru mjög þroskuð. 
Aðalbláberin eru sætari og þá þarf minni sykur.
Fyrst eru berin látin malla í 5 mínútur og svo er sykurinn settur út í og látið malla áfram í 10 mínútur. 

Til að búa til drottningasultu er hindberjum blandað við.

BLÁBERJASULTA með melatíni...

Hér er önnur uppskrift með melatíni

2 kg bláber
800 g sykur
1 msk. blátt melatín - blandað í 1 msk sykur

Bláber skoluð og látið renna vel af þeim.
Þau eru sett í pott ásamt sykri og soðið við vægan hita í20 – 30 mínútur.
Gott er að merja bláberin létt með kartöflustappara meðan á suðu stendur.
Ílokin er melatín/sykurblandan sett í pottinn og soðið áfram í eina mínútu,
hræra í á meðan.
Þá er allt tilbúið til að setja í krukkur.

KRUKKUR:
Mikilvægt er að þvo krukkur og lok.

Einnig í Sultur & súrsað

Rabarbara ghutney
Rabarbara ghutney

September 18, 2021

Halda áfram að lesa

Rabarbaramauk
Rabarbaramauk

September 18, 2021

Rabarbaramauk
Þessa uppskrift sendi hún Þóra Björk Nikulásdóttir  síðunni fyrir einhverjum árunum síðan og hérna deilist hún til okkar allra til að njóta og útbúa.

Halda áfram að lesa

Chilli sulta-3 útfærslur!
Chilli sulta-3 útfærslur!

September 13, 2021

Chilli sulta
Ein af mínum uppáhalds með ostum og hérna eru 3 útfærslur af henni handa okkur öllum, eitthvað fyrir alla.

Halda áfram að lesa