April 23, 2020
Villisveppasósa
Þessi hentar ljómandi vel með allavega kjötréttum og það gæti verið gott að bæta útí hana smá Villisveppaost eftir smekk.
250 gr ferskir blandaðir villisveppir
Eða 30 gr þurrkaðir villisveppir
170 gr Flúðasveppir, skornir í báta
3 msk olía
2 dl portvín
1 dl brandí eða koníak
1 msk nautakraftur
Salt og nýmalaður pipar
3-4 dl rjómi
Sósujafnari
Leggið þurrkaða sveppi, ef þið notið þá í bleyti í volgt vatn í 20 mínútur og sigtið vatnið síðan frá.
Látið sveppina krauma saman í olíu í potti í 1 mínútu.
Bætið þá portvíni, brandí og nautakrafti við og kryddið með salti og pipar.
Sjóðið niður um 3/4 . hellið rjóma út í og þykkið með sósujafnara.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 21, 2024
June 27, 2024
April 26, 2024