October 04, 2020
Rjómapapriku sósa
Sósur þurfa alls ekki að vera neitt flóknar og ég hef tamið mér að einfalda þær eins og hægt er en að þær séu samt alveg rosalega góðar og með matreiðslurjóma og öðru hráefni er hægt að setja saman dúndur góðar sósur.
1.matreiðslurjómi
3/4 paprikuostur
1.tsk paprikuduft
1.tsk karrí
Salt & pipar svo eftir smekk
Sósan:
Hellið rjómanum á pönnuna eða í pott og skerið paprikuostinn í bita og bræðið saman við, gott að hræra reglulega og bætið svo kryddinu út i og saltið og piprið svo eftir smekk í restina og smakkið til.
Nota má maizenamjöl til að þykkja sósuna ef vill.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 21, 2024
June 27, 2024
April 26, 2024