March 21, 2020
Rjómalöguð sveppasósa með tvisti
Tvistið felst í piparostinum sem gaman er að breyta til með frá þeirri hefðbundnu.
Fyrir 3-4
Tekur 30 mínútur
Góð sósa sem að passar með öllu kjöti. Það tekur stuttan tíma að gera hana og innihaldið í ódýrari kanntinum.
Hráefni
• 200-250g íslenskt smjör.
• Heil askja af ferskum sveppum, skornir í smáa bita.
• 1 grænmetisteningur (heill).
• 1 piparostur skorinn í smáa bita.
• Heil ferna af matreiðslurjóma.
Matreiðsla
1. Bræðið smjörið í potti við mjög lágan hita.
2. Þegar smjörið er bráðið, setjið þá sveppina út í og látið malla aðeins þar til sveppirnir eru orðnir svolítið mjúkir.
Setjið þá grænmetisteninginn út í og látið hann leysast upp. Hrærið vel.
3. Núna er piparostinum bætt saman við og hann látinn bráðna í þessu öllu saman.
4. Hræra verður í þessu allan tímann á meðan osturinn er að bráðna svo þetta brenni ekki við.
5. Að lokum er rjómanum hellt út í smátt og smátt á meðan hrært er í.
• Ath. Sjóða þetta við mjög lágan hita og hræra mest allan tímann í ...
Ef að sósan er mjög þunn þá er hægt að setja smá sósujafnara út í eftir því hversu þykka/þunna þú vilt hafa hana..
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 24, 2025
Toro bearnaise sósa með rækjum!
Oftar en ekki kýs ég einfaldleikann en þó alltaf með einhverju tvisti eftir mínum hætti en ég lít á tilbúna sósugrunna sem kryddið í hvaða sósu sem er og þar er af mörgum að velja. Hérna bæti ég saman við rækjum og eggjarauðu og úr verður æðisleg sósa.
November 21, 2024
June 27, 2024