March 10, 2020
Gráðostasósa brún
Ég var með fyrir stuttu síðan Ribeye og ákvað að hafa með gráðostasósu sem ég hafði aldrei gert áður, namm hvað það var gott og kom mér og gestum mínum vel á óvart. Það er svo gaman að prufa og breyta til frá því sem maður er vanur.
1 matreiðslurjómi
1 gráðaostur (Blue ceese)
2-3 msk rifsberjahlaup
Sósujafnari
Sósulitur ef vill
Bræðið ostinn í rjómanum við vægan hita og bætið svo rifsberjahlaupinu útí og það má líka bæta smá kjötkraft ef vill eftir smekk, smakkið til.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 08, 2025
Þá kemur Coca cola sósa;
sérlega afbrigðilegt og spennandi !
Þessa efri útgáfu hef ég ekki sjálf prufað en stefni að því með tímanum en þessa neðri er ég búin að gera, einsskonar einfaldari útgáfa og hentar að gera með hvaða kjöti sem er, sem fer inn í ofn
January 24, 2025
Toro bearnaise sósa með rækjum!
Oftar en ekki kýs ég einfaldleikann en þó alltaf með einhverju tvisti eftir mínum hætti en ég lít á tilbúna sósugrunna sem kryddið í hvaða sósu sem er og þar er af mörgum að velja. Hérna bæti ég saman við rækjum og eggjarauðu og úr verður æðisleg sósa.
November 21, 2024 2 Athugasemdir