Bernaise sósa

March 10, 2020

Bernaise sósa

Bernaise sósa
Margir nota hinar einföldu og sígildu pakkasósur og er það bara í góðu lagi að mínu mati og ég sjálf nota þær oft.

Ef ég er t.d. að gera bernaise sósu úr pakka þá nota ég TORO baka ég hana upp með smá smjöri/smjörlíki í pott, set duftið út í þegar það er bráðið og svo helli ég mjólk úti og hræri varlega í á meðan þar til hún er komin í það form sem ég vil hafa hana en í lokin þá bæti ég í hana einni eggjarauðu en það gefur sósunni þetta extra! Sumir bæta jú við líka smá Essence eftir smekk.

Hérna er svo uppskriftin af ekta sósunni:

2 eggjarauður
200 g smjör
bernaise-bragðefni (e. essence) fáfnisgras (e. estragon)
salt og pipar
örlítill sítrónusafi

Þeytið eggjarauður og bernaise-bragðefni yfir vatnsbaði þar til blanda verður létt og ljós.
Bræðið smjör og hellið rólega yfir. Hrærið stöðugt í.
Bætið fáfnisgrasi við.
Salt og pipar eftir smekk.
Bætið við sítrónu safa

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Sósur

TORO kjúklingasósa með rósapipar
TORO kjúklingasósa með rósapipar

June 16, 2023

TORO kjúklingasósa með rósapipar
Það er þetta með sósur og tvist. Pakkasósur koma oft að góðum notum og auðvelt er að gera þær að sinni sósu með smá tvisti og oftar en ekki þá baka ég þær upp og bæti svo einhverju saman við.

Halda áfram að lesa

Aioli
Aioli

April 07, 2023

Aioli
Er er eitt af því besta sem ég man eftir frá Ibíza þegar maður var ungur ofan á brauð. Þetta fylgdi alltaf með brauði á hverjum matsölustaðnum sem farið var á.

Halda áfram að lesa

Hollandaise sósa með tvisti
Hollandaise sósa með tvisti

February 01, 2023

Hollandaise sósa með tvisti frá Toro 
Þessa gerði ég og hafði með Túnfisk steikinni minni á gamlárskvöld og passaði hún mjög vel með. Núna er ég búin að vera með þrennsskonar sósur á,,,

Halda áfram að lesa