Snittur með hrognum

February 01, 2023

Snittur með hrognum

Snittur með hrognum
Ég var með afgang af hrognum og ákvað því að útbúa mér veislu máltíð daginn eftir úr þeim og útkoman var hreint út sagt frábær, Næst kaupi ég þau bara og útbý svona snittur beint og bíð upp á! Sælgæti úr hafinu á svo sannarlega við hérna.

Hrogn
Kartöflur (afgangar) má sleppa
Snittubrauð
Smjör/smjörlíki
Tartarsósa með kapers, ég notaði sósuna frá Fisherman en það er lika hægt að finna uppskrift af henni hérna

Skerið snittubrauðið í sneiðar, ekki of breiðar og steikið á pönnu upp úr smjöri eða smjörlíki eftir smekk. Skerið hrognin í sneiðar líka og kartöflurnar ef það er afgangur af þeim.


Látið brúnast á báðum hliðum

Steikið kartöflurnar í sneiðum og hrognin létt á báðum hliðum og kryddið ef vill

Raðið ofan á brauðið

Setjið matskeið af Tartarsósunni ofan á og skreytið með Steinselju.

Verði ykkur að góðu.

Elska það ef þið deilið áfram, takk fyrir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Smáréttir

Tartalettur með tígrisrækjum
Tartalettur með tígrisrækjum

July 21, 2023

Tartalettur með tígrisrækjum
Var með smá tartalettuboð þar sem ekki allir borða kjöt og bjó þá þessa uppskrift til og hún sló í gegn.

Halda áfram að lesa

Beikonvafðar döðlur
Beikonvafðar döðlur

July 19, 2023

Beikonvafðar döðlur
Þessar eru afar vinsælar í veislum og líka svo rosalega góðar. Svo ég mæli með slatta ef þetta er stór veisla en annars bara nokkrum á mann í smá partýið heima.

Halda áfram að lesa

Heitar brieostasnittur
Heitar brieostasnittur

July 19, 2023

Heitar brieostasnittur
Æðislega góðar á veisluborðið eða bara á notalegu kvöldi heima að njóta þess að vera, hér og nú!

Halda áfram að lesa