Snittur með hrognum

February 01, 2023

Snittur með hrognum

Snittur með hrognum
Ég var með afgang af hrognum og ákvað því að útbúa mér veislu máltíð daginn eftir úr þeim og útkoman var hreint út sagt frábær, Næst kaupi ég þau bara og útbý svona snittur beint og bíð upp á! Sælgæti úr hafinu á svo sannarlega við hérna.

Hrogn
Kartöflur (afgangar) má sleppa
Snittubrauð
Smjör/smjörlíki
Tartarsósa með kapers, ég notaði sósuna frá Fisherman en það er lika hægt að finna uppskrift af henni hérna

Skerið snittubrauðið í sneiðar, ekki of breiðar og steikið á pönnu upp úr smjöri eða smjörlíki eftir smekk. Skerið hrognin í sneiðar líka og kartöflurnar ef það er afgangur af þeim.


Látið brúnast á báðum hliðum

Steikið kartöflurnar í sneiðum og hrognin létt á báðum hliðum og kryddið ef vill

Raðið ofan á brauðið

Setjið matskeið af Tartarsósunni ofan á og skreytið með Steinselju.

Verði ykkur að góðu.

Elska það ef þið deilið áfram, takk fyrir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Smáréttir

Heimagerð kotasæla
Heimagerð kotasæla

February 24, 2024

Heimagerð kotasæla
Sólveiga kom til mín og sýndi mér og kenndi hvernig gera á heimagerða kotasælu. Virkilega gaman og töluvert einfaldara að gera en að ég hélt. 

Halda áfram að lesa

Tartalettur deluxe Heinz
Tartalettur deluxe Heinz

January 23, 2024

Tartalettur deluxe Heinz 
Einfaldur og góður þessi réttur til að nýta afgangana, hvort heldur sem er hangikjöts, hamborgarhrygg, lamb ofl.

Halda áfram að lesa

Partý/veislu/sælkera bakkar
Partý/veislu/sælkera bakkar

December 30, 2023

Partý/veislu/sælkera bakkar
Hérna má sjá smá sýnishorn af allavega partý/veislu/sælkera bökkum og hvernig hægt er að bera fram og setja saman allt það sem hugurinn óskar.

Halda áfram að lesa