Snittur með hrognum

February 01, 2023

Snittur með hrognum

Snittur með hrognum
Ég var með afgang af hrognum og ákvað því að útbúa mér veislu máltíð daginn eftir úr þeim og útkoman var hreint út sagt frábær, Næst kaupi ég þau bara og útbý svona snittur beint og bíð upp á! Sælgæti úr hafinu á svo sannarlega við hérna.

Hrogn
Kartöflur (afgangar) má sleppa
Snittubrauð
Smjör/smjörlíki
Tartarsósa með kapers, ég notaði sósuna frá Fisherman en það er lika hægt að finna uppskrift af henni hérna

Skerið snittubrauðið í sneiðar, ekki of breiðar og steikið á pönnu upp úr smjöri eða smjörlíki eftir smekk. Skerið hrognin í sneiðar líka og kartöflurnar ef það er afgangur af þeim.


Látið brúnast á báðum hliðum

Steikið kartöflurnar í sneiðum og hrognin létt á báðum hliðum og kryddið ef vill

Raðið ofan á brauðið

Setjið matskeið af Tartarsósunni ofan á og skreytið með Steinselju.

Verði ykkur að góðu.

Elska það ef þið deilið áfram, takk fyrir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Smáréttir

Hangikjöts tartalettur
Hangikjöts tartalettur

January 23, 2023

Hangikjöts tartalettur 
Hérna kemur mín útgáfa að tartalettum með afganginum af hangikjötinu, baununum, sósunni og kartöflunum.

Halda áfram að lesa

Freising sælkerans
Freising sælkerans

January 20, 2023

Freising sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan en það var ansi skemmtilegur uppskriftarklúbbur sem Vaka-Helgafell var með á þeim árum og 

Halda áfram að lesa

Vefju pizza og Taco skelja partý
Vefju pizza og Taco skelja partý

December 11, 2022

Vefju pizza og Taco skelja partý 
Fyrir stuttu síðan þá var ég með syni, tengdadætur og barnabarn í mat og ákvað að hafa vefjupizzur og taco skeljar í matinn með nautahakki og meðlæti allsskonar.

Halda áfram að lesa