December 18, 2020





Með því að tempra súkkulaði er hægt að láta það standa á borði án þess að það leki niður eða smiti út frá sér, súkkulaðið glansar meira og verður ekki grátt. Þannig má eiginlega segja að ef hugmyndin er að gefa jólakonfektið og pakka því til dæmis inn í sellófan þarf að tempra það svo það smiti ekki út frá sér og verði subbulegt. Síðast en ekki síst verður temprað súkkulaði stökkara og mun áferðarbetra.
Við temprun á súkkulaði skal hafa í huga:
Það er auðveldast að tempra dökkt súkkulaði en erfiðara að tempra hvítt sökum hærra fituinnihalds og því gilda önnur lögmál.
Best er að nota mót sem innihalda leifar af súkkulaði (búið að nota og ekki þrífa). Þannig glansar það betur og það er auðveldara að ná því úr.
Fyrst er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði. Athugið að vatn og súkkulaði eru óvinir og mega aldrei snertast!
Súkkulaðið er hitað upp í 50 gráður. Síðan er hitinn látinn falla niður í 42 gráður þá er 1/3 hluta af storknuðu súkkulaði sömu sömu gerðar saxað niður ef um plötu er að ræða og því hrært saman við 42 gráðu heitt súkkulaðið.
Svo er súkkulaðið látið kólna niður í 32 gráður en þá er það orðið temprað og skal nýtast strax á meðan það viðheldur þeim hita, t.d til að húða trufflur, setja í konfektmót eða til að útbúa súkkulaðiskraut á bökunarpappír.
Þú þarft hitamæli, pott, skál og súkkulaði! )
konfekt gerð með Brynju og Ingunni
Ljósmyndir Ingunn
Dásamlegt ef deilt er áfram og svo finnur þú síðuna líka á Instagram
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 21, 2025
Bananastykki!
Hérna kemur ein útgáfa af kartöflukonfektinu en hérna er ég búin að skella þeim í bæði kúlur og lengjur. Lengjurnar minna óneytanlega á gömlu góðu bananastykkin sem fengust einu sinni, kannski þau fáist enn einhversstaðar en ég hef ekki séð þau.
December 09, 2025
Bóndakökur sælkera!
Hérna er önnur uppskrift af Bóndakökum en þessi er með haframjöli, hin með kókos, báðar bera saman nafn. Hérna er ég svo búin að bæta við smá sælkerabrag á þær með því að setja smjörkrem á milli þeirra sem er æðislega gott en gott að eiga til bæði.
January 29, 2025