Vinkonu konfektgerð
December 18, 2020
Vinkonu konfekt dagurþað er svo dásamlegt að eiga góða vinkonu sem er alltaf tilbúin í að gera eitthvað skemmtilegt eins og að baka, elda, gera brauðtertur ofl en hérna erum við saman í konfekt gerð en það höfðum við aldrei gert áður en ég hafði heppnina með mér þegar voru auglýstir þessi snilldarinnar konfektmót úr silikoni (veit ekki hvort þau fást á Íslandi) en það eru til ýmisskonar mót í búðum.
Hérna lékum við okkur við að blanda saman suðusúkkulaði, settum brytjaðar heslihnetur saman við og kókos undir t.d. og í hinu mótinu vorum við með Appelsínu suðusúkkulaði og svo Odense bleika súkkulaði dropa en það má leika sér svo með allavega fyllingar og fleirra skemmtilegt eins og köku skraut, karamellu fyllingar, núggat, lakkrís og já svo vorum við líka með Bismark súkkulaði, hvítt súkkulaði, nammi namm.
Hérna má sjá bæði bleika dropa frá Odense og svo Dropa
Dásamlega falleg útkoma.
Í þessari skál erum við með Rjómasúkkulaði sem er velt upp úr heslinetum.
Ath. að passa þarf vel þegar verið er að bræða rjóma súkkulaði að það hitni ekki of mikið svo það hlaupi ekki í kekki en örvæntið ekki því súkkulaðið er ekki ónýtt, heldur er það bara nýtt í að rúlla því upp í svona kúlur og svo er því velt upp úr einhverju góðgæti eins og hnetum.
Mér langar til að láta fylgja hérna með upplýsingar um hvað það þýðir að Tempra súkkulaði en þegar ég heyrði þetta orð fyrst þá hafði ég ekki heyrt það áður en við nánari athugun þá fann ég á
Mbl.upplýsingar og útskýringar á því hvað það þýddi nánar. Læt það fylgja hérna með innan sviga.
(En af hverju á að tempra súkkulaði og hvað þýðir það? Temprun á súkkulaði snýst um að eftir að súkkulaði hefur verið brætt eru eiginleikar þess til að storkna og haldast storknað þrátt fyrir að vera ekki í kæli enduruppbyggðir.
Með því að tempra súkkulaði er hægt að láta það standa á borði án þess að það leki niður eða smiti út frá sér, súkkulaðið glansar meira og verður ekki grátt. Þannig má eiginlega segja að ef hugmyndin er að gefa jólakonfektið og pakka því til dæmis inn í sellófan þarf að tempra það svo það smiti ekki út frá sér og verði subbulegt. Síðast en ekki síst verður temprað súkkulaði stökkara og mun áferðarbetra.
Við temprun á súkkulaði skal hafa í huga:
Það er auðveldast að tempra dökkt súkkulaði en erfiðara að tempra hvítt sökum hærra fituinnihalds og því gilda önnur lögmál.
Best er að nota mót sem innihalda leifar af súkkulaði (búið að nota og ekki þrífa). Þannig glansar það betur og það er auðveldara að ná því úr.
Fyrst er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði. Athugið að vatn og súkkulaði eru óvinir og mega aldrei snertast!
Súkkulaðið er hitað upp í 50 gráður. Síðan er hitinn látinn falla niður í 42 gráður þá er 1/3 hluta af storknuðu súkkulaði sömu sömu gerðar saxað niður ef um plötu er að ræða og því hrært saman við 42 gráðu heitt súkkulaðið.
Svo er súkkulaðið látið kólna niður í 32 gráður en þá er það orðið temprað og skal nýtast strax á meðan það viðheldur þeim hita, t.d til að húða trufflur, setja í konfektmót eða til að útbúa súkkulaðiskraut á bökunarpappír.
Þú þarft hitamæli, pott, skál og súkkulaði! )
konfekt gerð með Brynju og Ingunni
Ljósmyndir Ingunn
Deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.