Vanillukossar!

January 29, 2025

Vanillukossar!

Vanillukossar!
Í fyrra (2023) þá setti ég saman piparkökur með smjörkremi og dýfði í súkkulaði og skeytti en í þetta skiptið (2024) setti ég saman vanilluhringi með smjörkremi á milli og dýfði þeim svo til helmings ofan í brætt súkkulaði. Gerði mikla lukku hjá mér og þeim sem hafa smakkað, minnir svolítið á kossana/skeljarnar sem margir þekkja.

Í þetta notaði ég:
1 dós af tilbúnum Vanilluhringjum
200-300 gr af súkkulaði til að bræða, þú velur þína tegund.

Smjörkrem:
Smjörkrem einföld uppskrift:
125 g smjör
125 g flórsykur
1 eggjarauða
1/2 tsk vanillusykur

Smjörkrem tvöföld uppskrift:
250 g smjör
250 g flórsykur
2 eggjarauður
1 tsk vanillusykur

Ég gerði tvöfalda uppskrift og setti líka smávegis á Piparhjörtu líka
Smjör og sykur þeytt vel saman í hrærivél og eggjarauðunni og vanillusykri bætt út í. Þeytt vel.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði á vægum hita

Smyrjið smjörkreminu á annan vanilluhringinn og lokið svo með hinum

Dýfið ofan í súkkulaðið og látið á smjörpappír, gott er að vera búin að undirbúa sig svona með því að raða þeim upp eins og sjá má á myndinni.

Kælið, ég nýti það ef úti er kalt að setja þær út og þá er súkkulaðið mjög fljótt að harna en þetta fer allt eftir veðrinu,,annars er bara að koma þessu inn í kælinn á einn eða annan hátt.

Elska að setja á milli líka á piparkökur

Og svo má auðvitað skreyta að vild með allsskonar skrautsykri

Og þá eru þær tilbúnar til að bera fram

Og svo er alltaf fallegt að setja þetta í glerskál og hafa á borðinu og í kökudósirnar.

Deilið með gleði...

Þið finnið okkur líka á Instagram

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smákökur

Piparkökur með smjörkremi
Piparkökur með smjörkremi

December 17, 2023

Piparkökur með smjörkremi
Þegar manni langar í eitthvað nýtt og öðruvísi þá bara gerir maður það. Ég reyndar var rosalega ánægð með mig að hafa fattað upp á þessu og sagði vinkonu minni hvað mig langaði til að gera og þá sagði skvís,,,

Halda áfram að lesa

Marengstoppar
Marengstoppar

December 17, 2023

Marengstoppar
Þessir eru með lakkrískurli og karamellukurli og eru alveg dásamlega fljótlegir í vinnslu og rosalega góðir.

Halda áfram að lesa

Smákökur
Smákökur

February 26, 2023

Smákökur
Þessar skemmtilega smáköku uppskrift er hentugt að gera þegar verið er að nota skraut kökukeflin. Þessari uppskrift deildi hún Agata Zuba með okkur á síðunni Kökur & bakstur.

Halda áfram að lesa