Vanillukossar!
January 29, 2025
Vanillukossar!Í fyrra (2023) þá setti ég saman piparkökur með smjörkremi og dýfði í súkkulaði og skeytti en í þetta skiptið (2024) setti ég saman vanilluhringi með smjörkremi á milli og dýfði þeim svo til helmings ofan í brætt súkkulaði. Gerði mikla lukku hjá mér og þeim sem hafa smakkað, minnir svolítið á kossana/skeljarnar sem margir þekkja.

Í þetta notaði ég:
1 dós af tilbúnum Vanilluhringjum
200-300 gr af súkkulaði til að bræða, þú velur þína tegund.

Smjörkrem:
Smjörkrem einföld uppskrift:
Smjörkrem tvöföld uppskrift:
1 tsk vanillusykur
Ég gerði tvöfalda uppskrift og setti líka smávegis á Piparhjörtu líka
Smjör og sykur þeytt vel saman í hrærivél og eggjarauðunni og vanillusykri bætt út í. Þeytt vel.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði á vægum hita

Smyrjið smjörkreminu á annan vanilluhringinn og lokið svo með hinum

Dýfið ofan í súkkulaðið og látið á smjörpappír, gott er að vera búin að undirbúa sig svona með því að raða þeim upp eins og sjá má á myndinni.

Kælið, ég nýti það ef úti er kalt að setja þær út og þá er súkkulaðið mjög fljótt að harna en þetta fer allt eftir veðrinu,,annars er bara að koma þessu inn í kælinn á einn eða annan hátt.

Elska að setja á milli líka á piparkökur

Og svo má auðvitað skreyta að vild með allsskonar skrautsykri

Og þá eru þær tilbúnar til að bera fram

Og svo er alltaf fallegt að setja þetta í glerskál og hafa á borðinu og í kökudósirnar.
Deilið með gleði...
Þið finnið okkur líka á Instagram
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.