Bananastykki!

December 21, 2025

Bananastykki!

Bananastykki!
Hérna kemur ein útgáfa af kartöflukonfektinu en hérna er ég búin að skella þeim í bæði kúlur og lengjur. Lengjurnar minna óneytanlega á gömlu góðu bananastykkin sem fengust einu sinni, kannski þau fáist enn einhversstaðar en ég hef ekki séð þau. Þessi útgáfa var æðislega vel heppnuð og það má bæta alveg einni tsk í viðbót ef maður vill af bananadropunum en ég mæli með að þið smakkið þetta örlítið til.


100 gr. soðnar kartöflur ca 1 meðalstór (má stækka uppskriftina) látið þær kólna
500.gr flórsykur
1.tsk Bananadropar, ég keypti mína í Filipino Store Iceland sem staðsett er í Langarima 23, 112 Reykjavík, Grafarvogi, sjá síðuna þeirra hérna á feisbók

Stappið vel saman og búið svo til litlar kúlur

Hjúpur utan um
100-200.gr súkkulaði, ég notaði Freyju suðusúkkulaði sem var alveg æðislega gott
1.msk olía

Brætt saman yfir vatnsbaði og svo kúlunum velt upp úr og þær síðan kældar. 
Geymast vel í frysti og svo má læða sér í eina, tvær þegar manni langar í.

Svo dásamlegt var að sjá að þegar uppskriftin kom inn á síðuna þá voru nokkrar sem könnuðust við hana en með skemmtilega misjöfnum útfærslum, læt þær fylgja með hérna fyrir neðan.

Setja kakó og flórsykur í stappaða kartöfluna og velta svo kúlunni upp úr kókósmjöli.

Er gott líka með appelsínu dropum ofl

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.


Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Eða 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smákökur

Bóndakökur sælkera!
Bóndakökur sælkera!

December 09, 2025

Bóndakökur sælkera!
Hérna er önnur uppskrift af Bóndakökum en þessi er með haframjöli, hin með kókos, báðar bera saman nafn. Hérna er ég svo búin að bæta við smá sælkerabrag á þær með því að setja smjörkrem á milli þeirra sem er æðislega gott en gott að eiga til bæði.

Halda áfram að lesa

Vanillukossar!
Vanillukossar!

January 29, 2025

Vanillukossar!
Í fyrra (2023) þá setti ég saman piparkökur með smjörkremi og dýfði í súkkulaði og skeytti en í þetta skiptið (2024) setti ég saman vanilluhringi með smjörkremi á milli og dýfði þeim svo til helmings ofan í brætt súkkulaði. Gerði mikla lukku hjá mér og þeim sem hafa smakkað, minnir svolítið á kossana/skeljarnar sem margir þekkja.

Halda áfram að lesa

Piparkökur með smjörkremi
Piparkökur með smjörkremi

December 17, 2023

Piparkökur með smjörkremi
Þegar manni langar í eitthvað nýtt og öðruvísi þá bara gerir maður það. Ég reyndar var rosalega ánægð með mig að hafa fattað upp á þessu og sagði vinkonu minni hvað mig langaði til að gera og þá sagði skvís,,,

Halda áfram að lesa