November 23, 2020
Vanillu-smörkransar
Við þekkjum hana þessa öll og flest öll okkar elskum hana og hún tilheyrir svo sannarlega jólunum þótt svo að hún eigi auðvitað við allt árið en heitt kakó og vanillu-smjörkransar, ljúft og gott saman.
250 gr smjör
250 gr hveiti
200 gr sykur
50-100 gr möndlur
Vanilludropar
Myljið smjörið saman við hveitið, blandið sykri, smátt söxuðum möndlum og vanilludropum saman við.
Hnoðið deigið og kælið í 1-2 tíma.
Setjið deigið í hakkavél og mótið kransana utan um fingur- þá verða þeir allir jafn stórir.
Bakið á smurðri plötu við 200°c þar til kökurnar eru ljósbraúnar.
Mynd fengin að láni hjá Þóru Björgvinsdóttir
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 17, 2023
December 17, 2023
February 26, 2023