Vanilluhringir!

November 23, 2020

Vanilluhringir!

Vanilluhringir!
Við þekkjum hana þessa öll og flest öll okkar elskum hana og hún tilheyrir svo sannarlega jólunum þótt svo að hún eigi auðvitað við allt árið en heitt kakó og vanilluhringi eða vanillu-smjörkransa eins og sumir kalla þá, ljúft og gott saman.

250 gr smjör
250 gr hveiti
200 gr sykur
50-100 gr möndlur
Vanilludropar

Myljið smjörið saman við hveitið, blandið sykri, smátt söxuðum möndlum og vanilludropum saman við.
Hnoðið deigið og kælið í 1-2 tíma.
Setjið deigið í hakkavél og mótið kransana utan um fingur- þá verða þeir allir jafn stórir.
Bakið á smurðri plötu við 200°c þar til kökurnar eru ljósbraúnar.

Dásamlegt ef deilt er áfram og svo finnur þú síðuna líka á Instagram

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smákökur

Piparkökur með smjörkremi
Piparkökur með smjörkremi

December 17, 2023

Piparkökur með smjörkremi
Þegar manni langar í eitthvað nýtt og öðruvísi þá bara gerir maður það. Ég reyndar var rosalega ánægð með mig að hafa fattað upp á þessu og sagði vinkonu minni hvað mig langaði til að gera og þá sagði skvís,,,

Halda áfram að lesa

Marengstoppar
Marengstoppar

December 17, 2023

Marengstoppar
Þessir eru með lakkrískurli og karamellukurli og eru alveg dásamlega fljótlegir í vinnslu og rosalega góðir.

Halda áfram að lesa

Smákökur
Smákökur

February 26, 2023

Smákökur
Þessar skemmtilega smáköku uppskrift er hentugt að gera þegar verið er að nota skraut kökukeflin. Þessari uppskrift deildi hún Agata Zuba með okkur á síðunni Kökur & bakstur.

Halda áfram að lesa