Tíglar

November 15, 2020

Tíglar

Tíglar 
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan hjá móðir æskuvinkonu minnar en ég hef ekki bakað hana í yfir 20.ár en lét verða af því núna þetta árið 2020 og að mynda þær í leiðinni, þær voru kannski eitthvað minni en aðalatriðið var hið góða bragð sem ég átti í minningunni og þær eru ennþá æðislega góðar.
     
750 gr hveiti 
400 gr smjörlíki 
400 gr sykur 
4 tsk natron (mætti hugsanlega minnka aðeins, smekksatriði)
2 egg 
2 msk síróp 
     
Hnoðað deig, sykur og smjörlíki hrært saman fyrst, svo restin sett útí.
Gerðar lengjur og þær þjappaðar niður og skornar síðan í tígla.
Hafið þær ekki of þunnar.
Bakið við 200°c á bökunarpappír í ca 10 mín, fylgist vel með 


Tíglarnir eiga að vera svona ljósir og mjúkir en fyrir þá sem vilja þá hafið þið þá ca.2-3 mínútunum lengur og þá verða þeir aðeins dekkri og harðari, passið bara að þeir brenni ekki.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook





Einnig í Smákökur

Piparkökur með smjörkremi
Piparkökur með smjörkremi

December 17, 2023

Piparkökur með smjörkremi
Þegar manni langar í eitthvað nýtt og öðruvísi þá bara gerir maður það. Ég reyndar var rosalega ánægð með mig að hafa fattað upp á þessu og sagði vinkonu minni hvað mig langaði til að gera og þá sagði skvís,,,

Halda áfram að lesa

Marengstoppar
Marengstoppar

December 17, 2023

Marengstoppar
Þessir eru með lakkrískurli og karamellukurli og eru alveg dásamlega fljótlegir í vinnslu og rosalega góðir.

Halda áfram að lesa

Smákökur
Smákökur

February 26, 2023

Smákökur
Þessar skemmtilega smáköku uppskrift er hentugt að gera þegar verið er að nota skraut kökukeflin. Þessari uppskrift deildi hún Agata Zuba með okkur á síðunni Kökur & bakstur.

Halda áfram að lesa