Tíglar

November 15, 2020

Tíglar

Tíglar 
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan hjá móðir æskuvinkonu minnar en ég hef ekki bakað hana í yfir 20.ár en lét verða af því núna þetta árið 2020 og að mynda þær í leiðinni, þær voru kannski eitthvað minni en aðalatriðið var hið góða bragð sem ég átti í minningunni og þær eru ennþá æðislega góðar.
     
750 gr hveiti 
400 gr smjörlíki 
400 gr sykur 
4 tsk natron (mætti hugsanlega minnka aðeins, smekksatriði)
2 egg 
2 msk síróp 
     
Hnoðað deig, sykur og smjörlíki hrært saman fyrst, svo restin sett útí.
Gerðar lengjur og þær þjappaðar niður og skornar síðan í tígla.
Hafið þær ekki of þunnar.
Bakið við 200°c á bökunarpappír í ca 10 mín, fylgist vel með 


Tíglarnir eiga að vera svona ljósir og mjúkir en fyrir þá sem vilja þá hafið þið þá ca.2-3 mínútunum lengur og þá verða þeir aðeins dekkri og harðari, passið bara að þeir brenni ekki.

Einnig í Smákökur

Súkkulaðistengur
Súkkulaðistengur

November 23, 2020

Súkkulaðistengur
Þessa spennandi uppskrift af smákökum fékk ég leyfi hjá henni Þóru Björgvinsdóttir til að deila með ykkur hérna, verður spennandi að prufa hana.

Halda áfram að lesa

Bóndakökur
Bóndakökur

November 23, 2020

Bóndakökur 
Þessar eru æðislegar, fljótgerðar og fljótbakaðar og bráðna í munni eins og aðrar smákökur. Hvaðan nafnið er komið er mér hulin ráðgáta en væri gaman

Halda áfram að lesa

Vanillu-smörkransar
Vanillu-smörkransar

November 23, 2020

Vanillu-smörkransar
Við þekkjum hana þessa öll og flest öll okkar elskum hana og hún tilheyrir svo sannarlega jólunum þótt svo að hún eigi auðvitað við allt árið en heitt kakó

Halda áfram að lesa