November 15, 2020
Tíglar
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan hjá móðir æskuvinkonu minnar en ég hef ekki bakað hana í yfir 20.ár en lét verða af því núna þetta árið 2020 og að mynda þær í leiðinni, þær voru kannski eitthvað minni en aðalatriðið var hið góða bragð sem ég átti í minningunni og þær eru ennþá æðislega góðar.
750 gr hveiti
400 gr smjörlíki
400 gr sykur
4 tsk natron (mætti hugsanlega minnka aðeins, smekksatriði)
2 egg
2 msk síróp
Hnoðað deig, sykur og smjörlíki hrært saman fyrst, svo restin sett útí.
Gerðar lengjur og þær þjappaðar niður og skornar síðan í tígla.
Hafið þær ekki of þunnar.
Bakið við 200°c á bökunarpappír í ca 10 mín, fylgist vel með
Tíglarnir eiga að vera svona ljósir og mjúkir en fyrir þá sem vilja þá hafið þið þá ca.2-3 mínútunum lengur og þá verða þeir aðeins dekkri og harðari, passið bara að þeir brenni ekki.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 17, 2023
December 17, 2023
February 26, 2023