Tíglar

November 15, 2020

Tíglar

Tíglar 
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan hjá móðir æskuvinkonu minnar en ég hef ekki bakað hana í yfir 20.ár en lét verða af því núna þetta árið 2020 og að mynda þær í leiðinni, þær voru kannski eitthvað minni en aðalatriðið var hið góða bragð sem ég átti í minningunni og þær eru ennþá æðislega góðar.
     
750 gr hveiti 
400 gr smjörlíki 
400 gr sykur 
4 tsk natron (mætti hugsanlega minnka aðeins, smekksatriði)
2 egg 
2 msk síróp 
     
Hnoðað deig, sykur og smjörlíki hrært saman fyrst, svo restin sett útí.
Gerðar lengjur og þær þjappaðar niður og skornar síðan í tígla.
Hafið þær ekki of þunnar.
Bakið við 200°c á bökunarpappír í ca 10 mín, fylgist vel með 


Tíglarnir eiga að vera svona ljósir og mjúkir en fyrir þá sem vilja þá hafið þið þá ca.2-3 mínútunum lengur og þá verða þeir aðeins dekkri og harðari, passið bara að þeir brenni ekki.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook





Einnig í Smákökur

Smákökur
Smákökur

February 26, 2023

Smákökur
Þessar skemmtilega smáköku uppskrift er hentugt að gera þegar verið er að nota skraut kökukeflin. Þessari uppskrift deildi hún Agata Zuba með okkur á síðunni Kökur & bakstur.

Halda áfram að lesa

Kartöflukonfekt Brynju
Kartöflukonfekt Brynju

December 20, 2020

Kartöflukonfekt Brynju
Þvílíka snilldin þetta konfekt, maður trúir eiginlega ekki hvað þetta er gott þegar maður les uppskriftina en trúið mér, þetta er æði og kartöflur hvað, hmm 

Halda áfram að lesa

Vinkonu konfektgerð
Vinkonu konfektgerð

December 18, 2020

Vinkonu konfekt dagur
það er svo dásamlegt að eiga góða vinkonu sem er alltaf tilbúin í að gera eitthvað skemmtilegt eins og að baka, elda, gera brauðtertur ofl en hérna erum við saman í 

Halda áfram að lesa