November 23, 2020
Súkkulaðibitakökur
Brakandi góðar allt árið um kring en extra góðar um hátíðarnar og hérna er ein uppskrift af ljúffengum súkkulaðibitakökum.
½ bolli smjörlíki
½ bolli sykur
½ bolli dökkur púðursykur
1 egg
1 ½ bolli hveiti
½ tsk matarsódi
¼ tsk salt
½ bolli kókosmjöl
200 g súkkulaði brytjað
Smjörlíki og sykur hrært mjög vel saman
síðan er eggið sett saman við og hrært vel og svo allt hitt saman við.
Baki við 200°c í ck 10 ? 15 mín
Mynd fengin að láni hjá henni Þóru Björgvinsdóttir
Dásamlegt ef deilt er áfram og svo finnur þú síðuna líka á Instagram
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 17, 2023
December 17, 2023
February 26, 2023