Sörur

March 07, 2020

Sörur

Sörur
Ég verð bara að viðurkenna það að ég hef aðeins einu sinni bakað Sörur og það var þegar ég bjó einu sinni fyrir norðan á Akureyri en vá hvað mér finnst þær góðar, ég er reyndar svo heppin að eiga vinkonu sem bakar þær á hverju ári svo ég næli mér í eina eða tvær hjá henni.

3 eggjahvítur
31/2 dl flórsykur (sigtaður)
200 g möndlur

Krem:
3/4 dl sykur
3/4 dl vatn
3 eggjarauður
100 g smjör (lint)
2 msk. Kókómalt

Súkkulaðibráð:
250 g Síríus rjómasúkkulaði
Stífþeytið eggjahvíturnar.
Blandið brytjuðum möndlum og flórsykri varlega saman við.
Bakið við 180°C í 10 mín. Krem
:Sjóðið saman sykur og vatn í síróp, ekki mjög þykkt.
Hrærið eggjarauðurnar vel saman, hellið sírópinu í mjórri bunu út í eggin meðan hrært er,
setjið síðan smjörið og þar á eftir kókómaltið.
Setjið kremið á kaldar kökurnar og stingið þeim í frysti.
Þekið kremið með súkkulaðibráðinni þegar það er orðið vel kalt.

Geymið kökurnar í kæli.

Dásamlegt ef deilt er áfram og svo finnur þú síðuna líka á Instagram

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smákökur

Vanillukossar!
Vanillukossar!

January 29, 2025

Vanillukossar!
Í fyrra (2023) þá setti ég saman piparkökur með smjörkremi og dýfði í súkkulaði og skeytti en í þetta skiptið (2024) setti ég saman vanilluhringi með smjörkremi á milli og dýfði þeim svo til helmings ofan í brætt súkkulaði. Gerði mikla lukku hjá mér og þeim sem hafa smakkað, minnir svolítið á kossana/skeljarnar sem margir þekkja.

Halda áfram að lesa

Piparkökur með smjörkremi
Piparkökur með smjörkremi

December 17, 2023

Piparkökur með smjörkremi
Þegar manni langar í eitthvað nýtt og öðruvísi þá bara gerir maður það. Ég reyndar var rosalega ánægð með mig að hafa fattað upp á þessu og sagði vinkonu minni hvað mig langaði til að gera og þá sagði skvís,,,

Halda áfram að lesa

Marengstoppar
Marengstoppar

December 17, 2023

Marengstoppar
Þessir eru með lakkrískurli og karamellukurli og eru alveg dásamlega fljótlegir í vinnslu og rosalega góðir.

Halda áfram að lesa