Sörur

March 07, 2020

Sörur

Sörur
Ég verð bara að viðurkenna það að ég hef aðeins einu sinni bakað Sörur og það var þegar ég bjó einu sinni fyrir norðan á Akureyri en vá hvað mér finnst þær góðar, ég er reyndar svo heppin að eiga vinkonu sem bakar þær á hverju ári svo ég næli mér í eina eða tvær hjá henni.

3 eggjahvítur
31/2 dl flórsykur (sigtaður)
200 g möndlur

Krem:
3/4 dl sykur
3/4 dl vatn
3 eggjarauður
100 g smjör (lint)
2 msk. Kókómalt

Súkkulaðibráð:
250 g Síríus rjómasúkkulaði
Stífþeytið eggjahvíturnar.
Blandið brytjuðum möndlum og flórsykri varlega saman við.
Bakið við 180°C í 10 mín. Krem
:Sjóðið saman sykur og vatn í síróp, ekki mjög þykkt.
Hrærið eggjarauðurnar vel saman, hellið sírópinu í mjórri bunu út í eggin meðan hrært er,
setjið síðan smjörið og þar á eftir kókómaltið.
Setjið kremið á kaldar kökurnar og stingið þeim í frysti.
Þekið kremið með súkkulaðibráðinni þegar það er orðið vel kalt.

Geymið kökurnar í kæli.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook






Einnig í Smákökur

Smákökur
Smákökur

February 26, 2023

Smákökur
Þessar skemmtilega smáköku uppskrift er hentugt að gera þegar verið er að nota skraut kökukeflin. Þessari uppskrift deildi hún Agata Zuba með okkur á síðunni Kökur & bakstur.

Halda áfram að lesa

Kartöflukonfekt Brynju
Kartöflukonfekt Brynju

December 20, 2020

Kartöflukonfekt Brynju
Þvílíka snilldin þetta konfekt, maður trúir eiginlega ekki hvað þetta er gott þegar maður les uppskriftina en trúið mér, þetta er æði og kartöflur hvað, hmm 

Halda áfram að lesa

Vinkonu konfektgerð
Vinkonu konfektgerð

December 18, 2020

Vinkonu konfekt dagur
það er svo dásamlegt að eiga góða vinkonu sem er alltaf tilbúin í að gera eitthvað skemmtilegt eins og að baka, elda, gera brauðtertur ofl en hérna erum við saman í 

Halda áfram að lesa