March 07, 2020
3 eggjahvítur
31/2 dl flórsykur (sigtaður)
200 g möndlur
Krem:
3/4 dl sykur
3/4 dl vatn
3 eggjarauður
100 g smjör (lint)
2 msk. Kókómalt
Súkkulaðibráð:
250 g Síríus rjómasúkkulaði
Stífþeytið eggjahvíturnar.
Blandið brytjuðum möndlum og flórsykri varlega saman við.
Bakið við 180°C í 10 mín. Kremjóðið saman sykur og vatn í síróp, ekki mjög þykkt.
Hrærið eggjarauðurnar vel saman, hellið sírópinu í mjórri bunu út í eggin meðan hrært er,
setjið síðan smjörið og þar á eftir kókómaltið.
Setjið kremið á kaldar kökurnar og stingið þeim í frysti.
Þekið kremið með súkkulaðibráðinni þegar það er orðið vel kalt.
Geymið kökurnar í kæli.
Dásamlegt ef deilt er áfram og svo finnur þú síðuna líka á Instagram
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 29, 2025
December 17, 2023
December 17, 2023