February 14, 2020
Púðursykur kökur!
Brakandi góðar og með mínum elstu uppskriftum sem bara verða vera til á jólunum.
Ekki að þær bragðist ekki vel allt árið um kring.
500 gr. hveiti
500 gr. púðursykur
250 gr. smjör/smjörlíki
2.stk egg
5.tsk lyftiduft
1.tsk natron
Blandið saman öllum hráefnunum og hnoðið, ég nota hnoðarann í hrærivélinni minni og það virkar bara ljómandi vel.
Skiptið svo deiginu í nokkra parta og myndið rúllu, skerið svo í ca 5 mm sneiðar og raðið á bökunarpappír og
bakið á 175°c í ca 10 mínútur.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 17, 2023
December 17, 2023
February 26, 2023