December 14, 2020
Piparkökur
Hérna er ein af þremur piparköku-uppskriftum sem ég hef undir minum höndum, hvaðan þessar komu bara man ég ekki en vona að þið njótið engu að síður.
500 gr hveiti
500 gr púðursykur
225 gr smjörlíki
1 tsk negull
1 tsk kanill
2 tsk engifer
4 tsk lyftiduft
1 tsk sódaduft (natron)
2 egg
Þurrefnum blandað saman og eggjunum bætt við.
Hnoðið og deigið kælt í minnsta kosti 2 tíma eða yfir nótt.
Deigið flatt út og kökurnar stungnar út með mótum.
Bakað við 200°c í um 10 mínútur.
Skreytið eftir smekk
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 17, 2023
December 17, 2023
February 26, 2023