March 07, 2020
Negulkökur
Þær voru bakaðar á mínu æskuheimili fyrir hver jól en í dag svona endrum og sinnum en í dag þá baka ég ekki alveg 7-8 sortir eins og áður.
250 gr. hveiti
250 gr. púðursykur
125 gr. íslenskt smjör (lint)
1 stk egg
1,5 tesk. lyftiduft
0,5 tesk. matarsódi
1 tesk. engifer
0,5 tesk. kanill
0,5 tesk. negull
Öllu skellt saman í skál og hnoðað rólega saman. Kælt í smá stund.
Gerðar litlar kúlur og settar á bökunarplötu og síðan þrýst á með fingri eða gaffli.
Bakað við 180 gráður í 8-10 mín
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 17, 2023
December 17, 2023
February 26, 2023