Mömmukökur

February 14, 2020

mömmukökur

Mömmukökur

Ég elska mömmukökur, það er eitthvað alveg sérstaklega gott við þær og smjörkremið sem er á milli. Ég fyrir mína parta vil hafa þær mjúkar en ekki harðar en smekkur manna er misjafn þar en þær eru alveg ómissandi á jólunum.

¾ bolli smjörlíki
1 egg
4 bollar hveiti
¾ bolli sýróp
2 tsk engifer
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
Krem: 75-100 gr smjör/smjörlíki
1 ½ -2 dl flórsykur
1 eggjarauða
1 msk vatn

Hrærið smjörið lint. Sigtið flórsykurinn saman við og hrærið.
Bætið egginu út í og vatni ef kremið er of þykkt. Öllu blandað saman og hnoðað vel á borði.
Ágætt er að kæla deigið í nokkrar klukkustundir í ísskáp.
Fletjið deigið út og stingið út kringlóttar kökur með glasi eða járni.
Bakað í miðjum ofni við 220°c í 4-5 mín.
Þegar kökurnar eru orðnar kaldar eru þær settar saman tvær og tvær með kreminu.

Einnig í Smákökur

Rice krispies kökur
Rice krispies kökur

May 21, 2020

Rice krispies marenge kökur
Það er mjög sniðugt og fljóttlegt að nýta eggjahvítur þegar maður er að baka eitthvað sem inniheldur bara eggjarauður og í þetta skiptið þá nýtti ég þær í Rice

Halda áfram að lesa

Stökkar haframjölskökur
Stökkar haframjölskökur

March 27, 2020

Stökkar haframjölskökur
Þær eru algjört æði þessar.....

Halda áfram að lesa

Þristatoppar
Þristatoppar

March 07, 2020

Þristatoppar
Smáköku-uppskriftir gerast bara ekki einfaldari en þessi eða samskonar eins og þessi sem hægt er að leika sér með í að setja allsskonar góðgæti saman við.

Halda áfram að lesa