Mömmukökur

February 14, 2020

mömmukökur

Mömmukökur

Ég elska mömmukökur, það er eitthvað alveg sérstaklega gott við þær og smjörkremið sem er á milli. Ég fyrir mína parta vil hafa þær mjúkar en ekki harðar en smekkur manna er misjafn þar en þær eru alveg ómissandi á jólunum.

¾ bolli smjörlíki
1 egg
4 bollar hveiti
¾ bolli sýróp
2 tsk engifer
1 tsk salt
1 tsk matarsódi


Krem:

75-100 gr smjör/smjörlíki
1 ½ -2 dl flórsykur
1 eggjarauða
1 msk vatn

Hrærið smjörið lint. Sigtið flórsykurinn saman við og hrærið.
Bætið egginu út í og vatni ef kremið er of þykkt.

Öllu blandað saman og hnoðað vel á borði.
Ágætt er að kæla deigið í nokkrar klukkustundir í ísskáp.

Fletjið deigið út og stingið út kringlóttar kökur með glasi eða járni.
Bakað í miðjum ofni við 220°c í 4-5 mín.

Þegar kökurnar eru orðnar kaldar eru þær settar saman tvær og tvær með kreminu.

Hérna er svo önnur uppskrift sem ég fann á síðu hjá Leiðbeiningastöð heimilina og hún hljóðar svona.

Mömmukökur
 
125 g smjörlíki
250 g sýróp
125 g strásykur
1 egg
500 g hveiti
2 tsk matarsódi
1 tsk engiferduft
 
Smjörkrem
125 g smjör
125 g flórsykur
1 eggjarauða
1/2 tsk vanillusykur
 
Smjörlíki, sykur og sýróp er hitað saman í potti og síðan látið kólna. Egginu hrært vel saman við.
Sáldrið saman þurrefnunum og hellið sýrópsblöndunni saman við í smáskömmtum og hnoðið, gjarnan í hrærivél.
Deigið á að verða slétt og fellt. Pakkað í plastfilmu og geymt í kæliskáp í nokkra klst.
Hnoðað upp og breitt út fremur þunnt með kökukefli. Kökur stungnar út með glasi og bakaðar á plötu með bökunarpappír við 190°
Varist að baka of mikið. Látið kökurnar kólna vel og lagðar saman með smjörkreminu.
Geymast vel.
 
Smjörkrem
Smjör og sykur þeytt vel saman í hrærivél og eggjarauðunniog vanillusykri bætt út í. Þeytt vel.

 

Mömmukökur 3
Og þriðja útfærslan er þessi frá henni Bjarney Guðmundsdóttir en hún hefur notað uppskrift móður sinnar og gaf fullt leyfi til að deila henni hér með ykkur. Hún segir þær vera harðar þar til kremið kemur á milli að þá mýkist þær.

Annað ráð sem ég hef heyrt er að setja þær í plastpoka í staðinn fyrir dósir.

750 gr hveiti
225 gr smörlíki
190 gr sykur
1 bolli síróp, hitað
3 tsk matarsódi
2 egg
1/2 tsk negull
1/2 tsk engifer

Deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Einnig í Smákökur

Piparkökur með smjörkremi
Piparkökur með smjörkremi

December 17, 2023

Piparkökur með smjörkremi
Þegar manni langar í eitthvað nýtt og öðruvísi þá bara gerir maður það. Ég reyndar var rosalega ánægð með mig að hafa fattað upp á þessu og sagði vinkonu minni hvað mig langaði til að gera og þá sagði skvís,,,

Halda áfram að lesa

Marengstoppar
Marengstoppar

December 17, 2023

Marengstoppar
Þessir eru með lakkrískurli og karamellukurli og eru alveg dásamlega fljótlegir í vinnslu og rosalega góðir.

Halda áfram að lesa

Smákökur
Smákökur

February 26, 2023

Smákökur
Þessar skemmtilega smáköku uppskrift er hentugt að gera þegar verið er að nota skraut kökukeflin. Þessari uppskrift deildi hún Agata Zuba með okkur á síðunni Kökur & bakstur.

Halda áfram að lesa