February 14, 2020
Mömmukökur
Ég elska mömmukökur, það er eitthvað alveg sérstaklega gott við þær og smjörkremið sem er á milli. Ég fyrir mína parta vil hafa þær mjúkar en ekki harðar en smekkur manna er misjafn þar en þær eru alveg ómissandi á jólunum.
¾ bolli smjörlíki
1 egg
4 bollar hveiti
¾ bolli sýróp
2 tsk engifer
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
Krem:
75-100 gr smjör/smjörlíki
1 ½ -2 dl flórsykur
1 eggjarauða
1 msk vatn
Hrærið smjörið lint. Sigtið flórsykurinn saman við og hrærið.
Bætið egginu út í og vatni ef kremið er of þykkt.
Öllu blandað saman og hnoðað vel á borði.
Ágætt er að kæla deigið í nokkrar klukkustundir í ísskáp.
Fletjið deigið út og stingið út kringlóttar kökur með glasi eða járni.
Bakað í miðjum ofni við 220°c í 4-5 mín.
Þegar kökurnar eru orðnar kaldar eru þær settar saman tvær og tvær með kreminu.
Hérna er svo önnur uppskrift sem ég fann á síðu hjá Leiðbeiningastöð heimilina og hún hljóðar svona.
December 20, 2020
December 18, 2020
December 14, 2020