November 18, 2020
Kornflex kökur
Stökkar og ljúffengar Kornflex smákökur, uppskrift frá henni Brynju vinkonu minni og ég mæli alveg með því að stækka uppskriftina því þegar maður byrjar þá getur maður ekki hætt.
100 gr smjör
1 dl sykur
1 dl púðursykur
1 egg
2 dl hveiti
2 dl kornflex
2 dl hafragrjón
1 dl kókosmjöl
1 tsk vanillusykur
1/2 matarsódi (natron)
1/4 salt
Allt hrært saman og svo er búnar til kúlur.
Bakað á 180°c í ca 10.mínútur
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 17, 2023
December 17, 2023
February 26, 2023