Bóndakökur

November 23, 2020

Bóndakökur

Bóndakökur 
Þessar eru æðislegar, fljótgerðar og fljótbakaðar og bráðna í munni eins og aðrar smákökur. Hvaðan nafnið er komið er mér hulin ráðgáta en væri gaman að vita, svo ef þú hefur haldbærar upplýsingar máttu deila því með okkur hérna undir í commenti.

800 gr hveiti
500 gr smjörlíki
500 gr sykur
300 gr kókosmjöl
5 msk síróp
4 tsk matarsódi
4 egg

Hnoðað deig. Velt í lengjur sem skornar eru í jafna bita.
Hver biti er hnoðaður milli handanna í kúlur sem látnar eru á smurða plötu og flattar út með breiðu hnífsblaði eða gaffli.

Bakaðar á blæstri við 150-160 gr i ca 10.mínútur


Myndir fengnar að láni hjá Bjarney Guðmundsdóttir á hópnum Kökur & bakstur

H
érna er önnur útgáfa af Bóndakökunum sem ég hef átt í mörg ár en ólíkar eru þær vissulega. Hugsanlegt að margir hafi skírt smákökurnar sínar í höfuðið á bóndanum sínum ;) 

Ath.að myndin hér að ofan passar ekki við uppskriftina hér að neðan.

Bóndakökur


150 gr hveiti 
400 gr haframjöl 
½ tsk sódaduft 
100 gr smjörlíki 
100 gr sykur 
1 msk sýróp 
1 egg litið 

Hnoðað deig. Velt í lengjur sem skornar eru í jafna bita.
Hver biti er hnoðaður milli handanna í kúlur sem látnar eru á smurða plötu og flattar út með breiðu hnífsblaði eða gaffli.
Kökurnar eru bakaðar í miðjum ofni í 8-10 mín. 
Hiti 200-225°c. Jafn undir og yfir hiti. 

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Einnig í Smákökur

Smákökur
Smákökur

February 26, 2023

Smákökur
Þessar skemmtilega smáköku uppskrift er hentugt að gera þegar verið er að nota skraut kökukeflin. Þessari uppskrift deildi hún Agata Zuba með okkur á síðunni Kökur & bakstur.

Halda áfram að lesa

Kartöflukonfekt Brynju
Kartöflukonfekt Brynju

December 20, 2020

Kartöflukonfekt Brynju
Þvílíka snilldin þetta konfekt, maður trúir eiginlega ekki hvað þetta er gott þegar maður les uppskriftina en trúið mér, þetta er æði og kartöflur hvað, hmm 

Halda áfram að lesa

Vinkonu konfektgerð
Vinkonu konfektgerð

December 18, 2020

Vinkonu konfekt dagur
það er svo dásamlegt að eiga góða vinkonu sem er alltaf tilbúin í að gera eitthvað skemmtilegt eins og að baka, elda, gera brauðtertur ofl en hérna erum við saman í 

Halda áfram að lesa