Blúndur

December 06, 2020

Blúndur

Blúndur
Frábær uppskrift sem hún sendi okkur hún Þóra Björgvins sem gaman verður að prufa fljótlega.

300 gr sykur 
2 stk egg
200 gr hafragrjón
2 msk hveiti
2 tsk lyftiduft
200 gr smjörlíki brætt

Egg og sykur þeytt vel saman þurrefnum bætt í og brædda smjörinu.

Sett á plötuna með teskeið hafa gott bil á milli þær renna svolítið út.
Þær bakast þannig að þær hefast og falla svo og verða götóttar og gullnar.

Láta kólna áður en þær eru teknar af plötunni en þær eru frekar brothættar.

Þeyttur rjómi á milli og brætt súkkulaði ofaná.

Ath að kökurnar eru best geymdar í frysti því annars verða þær mjúkar af rjómanum og þá er gott að taka þær bara út eftir hendinni.

Uppskrift og myndir
Þóra Björgvinsdóttir

Deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Einnig í Smákökur

Piparkökur með smjörkremi
Piparkökur með smjörkremi

December 17, 2023

Piparkökur með smjörkremi
Þegar manni langar í eitthvað nýtt og öðruvísi þá bara gerir maður það. Ég reyndar var rosalega ánægð með mig að hafa fattað upp á þessu og sagði vinkonu minni hvað mig langaði til að gera og þá sagði skvís,,,

Halda áfram að lesa

Marengstoppar
Marengstoppar

December 17, 2023

Marengstoppar
Þessir eru með lakkrískurli og karamellukurli og eru alveg dásamlega fljótlegir í vinnslu og rosalega góðir.

Halda áfram að lesa

Smákökur
Smákökur

February 26, 2023

Smákökur
Þessar skemmtilega smáköku uppskrift er hentugt að gera þegar verið er að nota skraut kökukeflin. Þessari uppskrift deildi hún Agata Zuba með okkur á síðunni Kökur & bakstur.

Halda áfram að lesa