November 21, 2020
Appelsínu kökur (Geirvörtugersemar)
Við vinkonurnar gáfum þeim reyndar alveg nýtt nafn þar sem uppskriftinni var lítilega breytt og fékk hún nafnið Geirvörtugersemar svona eins og útlit þeirra gefur til kynna.
200 gr smjörlíki
100 gr sykur
100 gr dökkur púðursykur
2 egg
250 gr hveiti
1 msk kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi (natron)
Rifinn börkur af 2 appelsínum
Allt hrært saman
Sett í rjómasprautu og sprautað á bökunarpappír.
Bakað á 180°c í 10.mínútur
Setjið svo súkkulaði dropa frá Nóa & Síríus ofan á fyrir miðju þegar búið er að taka kökurnar út úr ofninum.
Njótið & deilið að vild.
Dásamlegt ef deilt er áfram og svo finnur þú síðuna líka á Instagram
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 29, 2025
December 17, 2023
December 17, 2023