November 05, 2020
Amerískar súkkulaðibitakökur
Það er vissulega hægt að baka þessar allan ársins hring og njóta þeirra með kaffinu, það geta verið svona smáköku jól.
2,5 bollar hveiti
1 tesk. matarsódi
1. tesk salt
1 bolli smjör/smjölíki
3/4 bollar sykur
3/4 bollar púðursykur
1 tesk vanilludropar
2 egg
2 bollar súkkulaðibitar, best að nota eitthvað ekta súkkulaði...
1 bolli heslihnetur eða aðrar hnetur (má sleppa)
Smjör/smjöríki, púðursykri, sykri og vanilludropum hrært saman,
síðan er eggjunum bætt útí einu í einu. Þurrefnunum bætt rólega saman við.
Að lokum er súkkulaið og hnetum (ef vill) bætt útí.
Sett með teskeið á plötu og bakað við 180 í um 10 mín.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 17, 2023
December 17, 2023
February 26, 2023