Pizza með heitreyktum lax

January 31, 2024

Pizza með heitreyktum lax

Pizza með heitreyktum lax
Hagsýna húsmóðirin nýtir allt vel og oftar en ekki þá nýti ég allt upp til agna. Ég útbjó mér Baguette með heitreyktum laxi og daginn eftir þá var pizza sem ég deili nú hérna með ykkur.

1 pizzadeig/kúla
Heitreyktur lax
Kokteiltómatar
Pizzasósa
Mosarella ostur/pizza ostur
Feta ostur

Fletjið pizzadeigið út. Í þetta sinn ákvað ég að útbúa langpizzu í staðinn fyrir kringlótta, alltaf svo gaman að breyta aðeins til líka. 

Næst er að setja pizzasósunu ofan á

Þar á eftir er það laxinn og tómaturinn

Og í restina er það mosarella/pizza osturinn og feta. Ég notaði olíuna af fetaostinum og bar hana á kanntana og kryddaði svo með pizza kryddi yfir alla pizzuna. Setjið inn í ofn á 180°c og baka hana þar til hún er gullin brún, ca 15-20 mínútur.



Ég toppaði hana svo með barbeque sósu og naut vel.

Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll

Verði ykkur að góðu.

Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pizzur

Pizza með Bufala Mozzarella!
Pizza með Bufala Mozzarella!

June 20, 2025

Pizza með Bufala Mozzarella!
Þessa útfærslu lærðum við vinkonurnar á pizzanámskeiði hjá Grazia Trattoría sem var alveg dásamlega gaman að fara á. 

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa

Pizzahringur!
Pizzahringur!

February 06, 2025

Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.

Halda áfram að lesa