January 07, 2026
Pizza pepperoní og bananar!
Ég elska pizzur með banana ofan á og ég veit að margir tengja við það á meðan aðrir gera það ekki en ég skora samt á ykkur að prufa einn daginn, hvort heldur með pepp eða skinku.
Reyndar voru tvennsskonar pizzur þennan dag á boðstólunum þarna, líka pizza með risarækjum sem gerir alltaf þvílíka lukku. Hvorutveggja algjörar sælkerapizzur.
Hráefni:
Pizzadeig/kúla tilbúið eða sem þið gerið sjálf, sjá uppskrift:
Pizzadeig:
225 g hveiti
1 pakki þurrger
1/2 tsk salt
2 msk ólífuolía
5 msk volgt vatn
1 egg
Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað.
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu.
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á.
Pizzasósa
Pizzaostur
Pepperoní
Banani, skorinn í sneiðar
Risarækjur
Rauðlaukur
Pizzaostur
Pizzasósa
Kryddið risarækjurnar með sítrónupipar og steikið létt á pönnu áður

Fletjið deigið út með annað hvort hveiti eða Semolin pizzahveiti og passið að hafa vel af því og að það verði ekki blautt undir ef þið eruð að setja pizzurnar í pizzaofna, því það festist þá við pizzaspaðann og verður að algjöru mauki, ekki sama hætta ef sett er beint inn í ofn.
Setjið sósuna á degið, þar á eftir ostinn og svo pepperoní, sumir setja svo líka meiri ost ofan á, það má.
Toppið hana svo með niðurskornum bönunum, aðeins meiri ost og að lokum smá Oregano
Hitið ofninn og setjið svo pizzurnar inn og fylgist vel með, tvær mínútur eru afar fljótar að líða og þær eru tilbúnar nánast á augabragði en ef þær eru settar inn í ofn þá er það á góðum hita, helst hæðsta hita og fylgist með, gæti tekið um 10 mínútur
Æðislega góð pizza
Risarækjupizza: Fletjið út deigið, setjið pizzasósuna ofan á, svo ost, rækjurnar og rauðlaukinn.
Enn ein æðislega góð.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
September 05, 2025
Pizza með Mozzarella!
Þessi ofureinfaldi grunnur sem allir krakkarnir elska og við fullornu líka og svo bara velur hver og einn fyrir sig hvað hann vill fá aukalega ofan á pizzuna sína. Ég elska fjölbreytileikan og er dugleg við að prufa eitthvað nýtt og skemmtilegt.
July 25, 2025
Pizza Burrata!
Þessi ostur er bara eitthvað annað, segi það og skrifa! Var að smakka hann í mitt fyrsta sinn, já það er satt og ég get sagt ykkur að það er og verður ekki í það síðasta. Þvílíki sælkeraosturinn, toppaður með hunangi.
June 20, 2025
Pizza með Bufala Mozzarella!
Þessa útfærslu lærðum við vinkonurnar á pizzanámskeiði hjá Grazia Trattoría sem var alveg dásamlega gaman að fara á.